Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Page 63

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Page 63
Frá Hœstarétti. 183 hluta ins selda húss, sem látinn hafði verið ganga upp í kaupverðið. Það er vert athygli, að hæstiréttur telur heimilt að rifta sölu beggja hæða hússins, enda þótt A krefðist til vara þess, að ógilding yrði aðeins látin ná til annarrar hæðar- innar, og þótt fjölskylda seljanda byggi, að því er séð verður, aðeins á annarri þeirra. Það er og eftir orðan upp- hafsákvæðis 1. málsgr. 20. gr. laga nr. 20/1923 nægilegt til riftingar, ef kvæntur maður eða gift kona selur, án sam- þykkis hins, fasteign úr hjúskapareign sinni svonefndri, að fjölskylda hans eða hennar búi í eigninni eða eignin sé (að einhverju leyti eða öllu) notuð við atvinnurekstur ann- ars þeirra eða beggja, enda komi þá eigi til greina, hvað við eign er gert að öðru leyti. Þetta virðist og vera hall- kvæmastur skilningur, með því að annars yrði að meta notkunarþörf seljanda, sem þó getur breytzt, og eignin myndi annarskostar komast í sameign kaupanda og selj- anda, sem ekki mundi að jafnaði vera æskilegt eða heppi- legt. Kaup og sala (Hrd. XXIII. 527). K og E ráku veitingastofu með N. Töldu þeir eignar- hluta sinn 65.000,00 kr., en eignarhluti N var talinn kr. 5000.00. Veitingasalan var rekin á veitingaleyfi N, enda var hann leigutaki húsnæðisins, sem starfsemin var rekin í. Hinn 11. okt. 1949 gerðu S og T tilboð um kaup á eignar- hluta Kog E, er þeir höfðu kynnt sér áhöld og umbúnað veitingastofunnar, og buðust til að greiða kr. 80000,00 fyrir með mánaðarlegum afborgunum, enda yrði húsaleiga ó- breytt, engar hömlur yrðu lagðar á starfsemina í húsnæð- inu og gerð yrði skrá um það, sem veitingastofunni fylgdi. Hinn 13. s. m. veittu K og E S og T afsal að eignarhluta sínum, þar sem tekið var fram, að kaupendum væri kunn- ugt um eignarhluta N, og að N hefði leigurétt húsnæðisins. Af kaupverðinu voru kr. 10.000.00 greiddar þegar í pen- ingum, en eftirstöðvarnar, kr. 70000,00, með skuldabréfi, sem greiðast skyldi á 10 árum og tryggt var með 4. veð- rétti í húseign nokkurri.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.