Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Síða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Síða 3
TÍMARIT LÖGFRÆÐINGA U. hefti, desember 1953. Árni Tryggvason: Aðstaða dómara til andsvara við gagnrýni. I 1. hefti Tímarits lögfræðinga þ. á. ritar dr. jur. Einar Arnórsson grein, er hann nefnir Gagnrýni dómsúrlausna. Hreyfir greinarhöfundur hér athyglisverðu efni, sem mér þykir rétt að ræða nokkuð nánar. Það munu vera fáir opinberir starfsmenn, sem reyna eins og við dómendur sannindi þeirra orða, að erfitt er að gera svo öllum líki. Óánægjan með gerðir okkar, dóms- úrlausnirnar, birtist síðan á ýmsan hátt og meðal annars í rituðu eða töluðu máli. Stundum er þessi gagnrýni órök- studd meiðyrði, sem beinast jafnvel frekar að dómurunum persónulega en dómum þeirra. Ef ástæða þykir til, er slík- um árásum svarað með opinberri rannsókn og málshöfð- un, ef því er að skipta, en annars mun það almennt talið ósamboðið virðingu dómstóla, að dómarar taki á annan hátt til andsvara af slíku tilefni. Sama máli mun og gegna um ýmsa gagnrýni um dóma, sem einkum leikmenn láta stundum uppi og byggist á auðsæjum, fáránlegum mis- skilningi eða vanþekkingu. Eg get þó ekki stillt mig um að minnast á eina athugasemd, sem heyrist hér stundum manna á meðal, og það er sú staðhæfing, að einstaklingum þýði lítt að hugsa til málssóknar á hendur stjórnvöldum ríkisins, því að ríkið eigi jafnan sigurs von fyrir dóm- stólunum. Að sjálfsögðu ber þessi athugasemd nokkurn keim af meiðandi aðdróttun í garð handhafa dómsvalds-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.