Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Side 5

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Side 5
Tímarit lögfræöinga 135 ar að skilja. Með öðrum orðum, að þeir þurfi ekki og eigi ekki að gefa frekari skýringar á dómi sínum eftir á eða veita andsvör annarri gagnrýni fræðimanna. Ástæðan til þessarar afstöðu dómara er fyrst og fremst sú, að mikil hætta er almennt á því, að það yrði virðingu dómstólsins til hnekkis og skapaði enn frekari ókyrrð um hann, ef dómendurnir ættu eftir á í meira eða minna langvinnum og eftir atvikum áköfum orðræðum eða ritdeilum við fræðimenn út af skilningi eða skýringu á uppkveðnum dómi. Þegar um fjölskipaðan dóm er að ræða, geta og komið til ágreiningsatkvæði og þá væri vel hugsanlegt, ef nefndur eftirleikur tíðkaðist, að dómarar meiri og minni hluta teldu sig þurfa að halda uppi svörum fyrir sinn mál- stað og lentu þannig í opinberum deilum innbyrðis. Væri slíkt auðvitað með öllu ótækt. Þar að auki mundu slíkar eftirfarandi orðræður og ritdeilur taka óhæfilega mikinn tíma og valda á annan hátt aukinni fyrirhöfn þeim dóm- urum, sem hafa uppkvaðningu dóma að aðalstarfi og eru þegar mjög störfum hlaðnir. Það er þó hugsanlegt, að einstaka sinnum teljist svo mikið í húfi, að dómara sé rétt að bregða af þessari reglu og gefa frekari skýringu á sjónarmiðum sínum. Ég hef nú á síðustu árum séð þess örfá dæmi í erlendum fræði- ritum, að þarlendir dómarar hafa birt stutta athugasemd til andsvara gagnrýni mikilsmetinna fræðimanna á dóm- um þeirra. En víst er um það, að vandi mun vera að taka upp slíka háttu, svo að vel sé. Nú kunna einhverjir að segja, að auðvelt sé að ráða úr umræddum vandkvæðum. Dómarinn þurfi aðcins að semja dóm sinn þannig, að allir skilji, hvaða rök liggi til niðurstöðu hans og fræðimaðurinn síðan að vinna verk sitt vel og samvizkusamlega. Þegar nánar er að gáð, er ég þó ekki viss um, að þetta sé í framkvæmd eins auðvelt viðfangs og það kann að virðast við fyrstu sýn. Bæði dóm- ari og fræðimaður þurfa margs að gæta í starfi sínu og ýmsar torfærur verða á leið hvors um sig. Ef fyrst er litið til aðstöðu dómarans, þá ber honum

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.