Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Side 6

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Side 6
136 Aöstaöa dómara til andsvara viö gagnrýni. um dómasamningu að gæta ákvæða laga, þ. e. aðallega ákvæða 193. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði og 166. gr. laga nr. 27/1951 um meðferð opin- berra mála, sbr. og 48. gr. hæstaréttarlaganna nr. 112/1935. Meginsjónarmið löggjafans í þessu efni er það, að dóm- arnir skulu vera „glöggir og skýrir, svo sem kostur er á“, og það boðorð á dómari auðvitað fyrst og fremst að hafa í huga. Annað boðorð dómara hlýtur jafnframt að vera það að vera gagnorður og ýtarlegur rökstuðningur má aldrei verða að mælgi. Nú mætti segja, að dómur sé fyrst og fremst skrifaður fyrir málsaðiljana, sem eigi kröfu til þess að fá skýra vitneskju um, hvers vegna niðurstaða dómara varð sú, sem raun ber vitni. Þegar leikmenn eiga aðild máls, er þó æðioft ekki unnt að fullnægja þessari kröfu til hlítar. Það væri að jafnaði með öllu óframkvæm- anlegt að semja alþýðuútgáfu af dómi og það fyrst og fremst tímans vegna. Dómari hlýtur að nota meira eða minna í rökstuðningi sínum lögfræðileg hugtök, sem al- menningur skilur ekki nema að litlu leyti, og þarf að fá skýringar frá lögfræðingi til að skilja. Verður það venju- lega hiutverk hinna löglærðu málflutningsmanna að inna slíkt starf af hendi. En þótt dómari noti þannig lögfræði- leg liugtök í rökstuðningi sínum, þá kemur á hinn bóginn alls ekki til mála, að dómur sé saminn eins og venjuleg lögfræðileg ritsmíð, hvað þá heldur sem doktorsritgerð. Veidur því fyrst og fremst það, að alltof mikill tími færi í slíka afgreiðslu dómsmála. Islenzkir dómarar vitna t. d. svo að segja aldrei í aðra dóma um svipað efni, innlenda eða erlenda, fræðirit eða þ. h., þótt dómarinn kunni að hafa athugað og íhugað þetta gaumgæfilega, áður en hann samdi dóm sinn. Þá er og eitt sjónarmið, sem dómari verð- ur að hafa í huga við dómasamningu. Ef mál er einfalt og óbrotið, verður að teljast óverjandi að leggja mikla vinnu í samningu dóms í slíku máli, fyrst og fremst vegna þeirrar sóunar á tíma og vinnu, sem það hefði í för með sér, og þar með hættu á drætti þýðingarmeiri mála. En hér kann auðvitað sem oftar hver að líta sínum augum

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.