Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 13
Thn ari t löcjfrœöinga 203 sjónurn, verður hún breytileg. Stundum rennur hún beint út, en stundum hvarflar hún til, aðallega þannig, að hún flytur sig. Myndast þá sandrif fram af vesturbakkanum, er sveigir austur á við og lengist. Rennur áin þannig um stund alllanga leið austur milli rifs og lands. En síðar brýzt hún aftur beint fram í gegnum rifið og sama umferðin byrjar aftur. Þess er áður getið, að sandurinn er mjög laus, enda um gjallsand og vikur úr Kötlu að ræða. Ströndin er opin fyrir Atlantshafinu, mjög brimasöm og straumar talsverðir. Þessar aðstæður valda því, að sjór og stormar breyta strandlínunni mjög. Gengur hún stundum fram svo tugum eða jafnvel hundruðum metra nemur, en stund- um brýtur af henni, þannig að djúpur sjór er, þar sem áður var land. Þessar breytingar, svo og breytingar á rennsli Blautukvíslar verða á hverju ári meiri eða minni og jafnvel miklar í einu brimi. En auk þess verða hér stundum miklu stórfelldari breytingar. Þegar Katla gýs, umturnast allur sandurinn. Vatnsflaum- ur óskaplegur brýzt þá fram um allan sand, með jökul- hrönnum, er neðan til á sandinum stranda, og standa þar lengi eins og borgir. Þessar aðfarir, ásamt öskufalli, flytja strandlengjuna út langar leiðir. I síðasta Kötlugosi, 1918, er talið, að ströndin hafi flutzt út um meira en 1000 faðma, þar sem svonefndur Kötlutangi myndaðist, sbr. Skýrslu um Kötlugosið eftir Gísla Sveinsson fyrrv. sýslumann og sendiherra (Rvk. 1919). Sjórinn jafnar þetta að vísu nokkuð með tímanum, en enn er þó ströndin talsvert utar en fyrir Kötlugosið. Því var nauðsynlegt að mæla ströndina að nýju, vegna mörkunar landhelgislínunnar, er á þennan hátt færðist út. Og þessi röskun mun bæði hafa valdið því, að skip, sem álitu sig utan landhelgi, voru í landhelgi, og skip, sem héldu sig á hafi, stóðu allt í einu grunn. Eitt hinna síðarnefndu var e/s Persier. Strand e/s Persier. E/s Persier hafði verið í flutningum fyrir Bandamenn á stríðsárunum. I þeirri ferð þess, sem hér skiptir máli,

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.