Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 14
204 Járniö á Dynshógafjöru og málafcrli um það. var það hlaðið farmi frá Bandaríkjunum til Bretlands og í skipalest. Farmurinn var bifreiðar svo og ca. 6000 tonn af hrájárni (pig iron). Skipalestin varð fyrir ái'ásum og dreifðist. E/s Persier varð viðskila við hana, og fór „sinna eigin ferða“. En þá bar það til hinn 28/2 1941, að skipið strandaði á Kötlutanga, rétt við Blautukvíslarós. Trygg- ingarfélag skips og farms samdi við Skipaútgerð ríkisins um björgun. Iíún gekk erfiðlega og tókst ekki, fyrr en bifreiðum þeim, sem skipið var með, hafði verið komið á land við erfiðar aðstæður og ca. 5000 tonnum af járninu vai’pað í sjóinn, enda þótti ekki svara kostnaði að lcoma járninu á land. E/s Persier komst síðan til Reykjavíkur með aðstoð björgunarskipsins. Um björgun þessa urðu málaferli, sem lauk með dómi hæstaréttar uppkv. 3. marz 1943 sbr. Hrd. XIV., bls. 76. I sambandi við hann má geta þess, að brezka ríkið mun hafa verið eigandi að hluta farmsins, bifreiðunum, og neit- aði hún að beygja sig fyrir íslenzkum dómi varðandi björgun á honum. Skilst mér, að sú afstaða eigi rót sína að rekja til þess sjónarmiðs, sem lengi var ríkjandi í Bret- landi, að krúnan sé ekki háð dómsvaldi brezka ríkisins og því síður erlendu dómsvaldi. Samningar tókust þó um þennan þátt málsins. En um hinn hlutann gekk hæstaréttardómurinn. Að hon- um gengnum fór framvenjuleg sjótjónsniðurjöfnuní Lond- on, og greiddu vátryggjendur þeir, sem hlut áttu að máli, í samræmi við hana. Um járnið varð niðurstaðan sú, að það var talið einskis virði. Sá hluti þess, sem í skipinu var, er það kom hingað til Reykjavíkur (ca 1000 tonn), var metinn hér á kr. 75.00 tonn og þá miðað við, eins og mats- menn orða það: „verð, sem það er seljanlegt hér úr skip- inu“. Má ætla, að þessi hluti járnsins hafi verið talinn á þessu verði, er niðurjafnað var. Samkvæmt íslenzkum og, að ég ætla, brezkum reglum, eignast vátryggjandi í þessu sambandi sama rétt og vátryggður átti. Niðurjöfnun tjóns- ins hafði það í för með sér, að það tilkall til járnsins, í

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.