Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 17
Tímarit lögfrœöinga 207 inu. Þá vai’ því og mótmælt, að um hefð væri að ræða og björgunarréttur talinn eign ríkissjóðs. Þess má geta, að Bergur Lárusson o. fl. voru og aðilar málsins, en réttur þeirra var leiddur af rétti ríkissjóðs og þeirra sjónarmið því hin sömu. Aðilar málsins voru ennfremur Erlendur Einarsson og Björn Björnsson. En þeir voru að nokkru í samfloti við Bei'g Lárusson o. fl. og að nokkru leiddu þeir rétt sinn af samningi við Kerlingardalsbændur. 1 því sambandi risu sérstök deiluefni, sem ekki verða rakin hér. Vátryggjendur, sem fengið höfðu rétt hinna upphaflegu eigenda eins og áður er sagt, töldu ekkert það hafa gerzt, er fellt hefði eignarétt þeirra niður og væri hann því enn við lýði, svo og björgunarréttur. Orslit málsins urðu þau, að sjónarmið vátryggjenda var viðurkennt, sbr. áðurgr. dóm hæstaréttar: Hrd. XXIV., bls. 343. Verður síðar að honum vikið. Réttur lancleigenda, annars vegar og ríJcissjóSs hins vegar. Hér að framan er vikið að því, að Mýrdalssandur er land, sem numið var á sínum tíma, en lagðist í auðn. Spurning er þá, hver slíkt land eigi. Þegar Island fannst, var það hvorki hluti úr öðru ríki, né nokkurs einstaklings eign. Þeim, sem hingað komu, var því rétt að helga sér það. Á þeim tímum var það ekki siður, a. m. k. ekki norður-germana, að helga ný lönd ríki því eða konungi, er landnámsmaðurinn var frá og sízt, er eins stóð á og um landnám Islands. Landnámsmaðurinn helgaði landið sjálfum sér. Eins og kunnugt er, fór þessi helgun fram með sérstökum hætti og var nokkrum takmörkunum háð. Af Landnámu er ljóst, að mörk landnámanna voru að jafnaði nokkurn veginn ákveðin, en alls ckki alltaf. Og til fjalls voru mörkin oftast óákveðin. Mikil svæði urðu því utan allra landnáma og þá ckki undirorpin eignarétti neinna einstaklinga. Það bar við, að land var numið, þar sem elíki reyndist gott undir bú eða þá aðrir annmarkar á.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.