Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 46
236 Shottulœkningar í íslcnzkum lögum. Þeir, sem prófi hafa lokið í læknisfræði við Háskóla Islands og framhaldsnámi á fæðingarstofnun, geta fengið ótak- markað lækningaleyfi, ef þeir eru að öðru leyti þeim kost- um búnir, sem í 1. málsgr. 2. gr. laganna segir, enda mæli læknadeild háskólans og landlæknir með aðilja. ótakmark- að lækningaleyfi má og veita mönnum, þótt þeir hafi ekki lokið áðurnefndum prófum, ef þeir sanna fyrir læknadeild háskólans, að þeir hafi næga lækniskunnáttu, 1. málsgr. 3. gr. Sérfræðing má enginn læknir kalla sig, nema hann hafi fengið til þess leyfi ráðherra, en það má eigi veita, nema læknir hafi innt af hendi framhaldsnám í tiltekinni grein, enda mæli landlæknir með leyfisveitingunni, 5. gr. Auk þess getur ráðherra veitt takvia?-kað lækningaleyfi, svo sem til að stunda tannlækningar, nuddlækningar og smáskammtalækningar, ef aðili hefur næga þekkingu að dómi landlæknis, enda mæli hann með leyfisveitingu, 1. málsgr. 3. gr. Loks má, ef því er að skipta, veita lælmisefni heimild til að gegna læknisstarfa um stundarsakir, 4. gr. Þar til má telja heimild læknaefna á spítala til að vinna læknisstörf, sem þeim eru falin af yfirmönnum þeirra. Þeir, sem höfðu takmarkað eða ótakmarkað lækninga- leyfi samkvæmt eldri reglum, þegar lög nr. 47/1932 komu til framkvæmdar, halda þeirri heimild. Sama er um þá, sem þá höfðu rétt til þess að nefna sig sérfræðinga, 22. gr. laga nr. 38/1932. Þeir menn, sem til áðurnefnds tíma höfðu stundað smáskammtalækningar, héldu með sama hætti þeirri heimild.1) Áður en gerð er grein fyrir ákvæðum laga nr. 47/1932 um skottulækningar, hefur þótt hæfa að rekja aðalákvæði þeirra um lækningaleyfi, því að fyrirmælin um skottu- lækningar eru að miklu leyti á þeim ákvæðum reist. B. 1 hugtakinu „skottulækninga?'“ fólst það, at) aSili stundaði lækningar án lögheimildar til þess, hvort sem sú heimild fólst í tilteknu prófi eða löggildingu stjórnvalds þurfti. Það mátti og vera refsiskilyrði, að heilsu sjúklings 1) Sbr. Hrtl. VIII. 252.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.