Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 64

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 64
254 Slcottulœkningar í íslenzlcum lögum. laga mætti verða dæmd á óleyfilegum ágóða á skottulækn- ingastarfsemi samkvæmt 15. og 16. gr. laga nr. 47/1932 og áhöldum, sem notuð væru til þeirrar starfsemi, og lyfj- um, sem í vörzlum sökunautar fyndust. Um þetta segir að vísu ekkert í lögum 1932, en 69. gr. hegningarlaganna tekur til þessa. Einar Arnórsson. Frá Iíæstarétti nóv.—des. 1952. SkaSabætur (Hrd. XXIII. 577). Byggingarfélagið S tók að sér viðgerð á þaki húss, sem h/f K var eigandi að, og lét verkstjóra sinn, E, standa fyrir verkinu. Einn þeirra, sem unnu að verkinu, var trésmíða- meistari T. Féll hann niður af þakbrún á götu og beið bana af. Ekkja hans og sonur, er var við nám vestur í Banda- ríkjum Norðui'-Ameríku, höfðuðu mál á hendur eiganda hússins, h/f K, byggingarfélaginu S og verkstjóranum E og kröfðust þess, að aðiljar þessir þrír yrðu dæmdir bóta- skyldir in solidum samkvæmt 2. málsgr. 264. gr. hegning- ariaganna. Krafan var reist á því, að öryggisútbúnaði hefði verið áfátt. Jafnvel þótt dómkvaddir menn hefðu litið svo á, að slíkur útbúnaður sem hafður var sé nægi- lega „sterkur" og hann látinn nægja, töldu bæði héraðs- dómur og hæstiréttur útbúnaðinn ekki nægilega tryggan, eins og á stóð. Og varð þá að ákveða bótaskyldu hvers inna þriggja aðilja. Ilúseigandinn, h/f K, var sýknaður í báðum dómum með þeirri röksemd, að hann hefði falið viðurkenndu bygg- ingarféiagi viðgerðina, og að sá aðili hefði framkvæmt verkið á sína ábyrgð og áhættu, enda hefði h/f K mátt gcra ráð fyrir því, að fullnægjandi öryggisútbúnaður væri hafður.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.