Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Side 66

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Side 66
256 Frá Hœstarétti. (Hrd. XXIII. 634). Bókaforleggjari, sem hafði smásöluleyfi, seldi bækur sín- ar að nokkru af skrifstofu sinni, þeim er þangað komu, að nokkru til áskrifenda og loks í ,,umsýslusölu“, er hæsti- réttur nefnir svo, í smásöluverzlunum. Ágreiningur var um það, hvort svara skyldi 3% söluskatti af bókasölu þessari eftir b-lið 22. gr. laga nr. 100/1948 eða 2% eftir a-lið sömu greinar, eins og af smásölu almennt. Taldi hæsti- réttur aðilja eiga að svara söluskatti samkvæmt a-lið,. eins og af liverri annarri smásölu. SJcipti (Hrd. XXIII. 661). Hlutafélagið S, sem var orðið gjaldþrota, skuldaði Raf- veitu A-kaupstaðar kr. 7500,00 fyrir raforku, selda félag- inu til ljósa og iðnaðar. Raforkan var seld samkvæmt stað- festri gjaldskrá og með lögtaksrétti, sbr. 62. gr. laga nr. 15/1923. I frumvarpi að úthlutunargerð var krafa þessi sett meðal forgangskrafna samkvæmt nr. 3 í b-lið 83. gr. skiptalaga nr. 3/1878. Þessu mótmælti einn af skuldheimtu- mönnunum, með því að krafa þessi yrði ekki talin meðal skatta eða gjalda til ríkis, sveita eða prests og kirkju, svo sem mælt er í téðri lagagrein, heldur endurgjald fyrir selt verðmæti sem aðili væri sjálfráður, hvort hann færði sér í nyt eða ekki, enda væri seljanda kostur þess, að loka fyrir straum, ef ekki væri staðið í skilum. Bæði héraðsdómari og hæstiréttur féllust á þessar ástæður, og skyldi því breyta úthlutunargerð þannig, að krafa þessi yrði sett meðal al- mennra krafna á hendur þrotabúi h/f S.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.