Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 7

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 7
vrði hér á landi kennsla i guðfræði og lögfræði. Fram- vinda þessara mála varð hins vegar sú, eins og fyrr var sagt, að Latínuskólinn var endurbættur og sérstakur prestaskóli stofnaður. Þegar landlæknisemhættið var stofnað, 18. marz 1760 hófst nokkur kennsla í læknisfræði hér á landi. Samkv. erindisbréfi fyrsta landlæknisins — Bjarna Pálssonar — var hlutverk lians m. a. að kenna lækningar a.m.k. fjór- um efnilegum skólapiltum, er síðar yrðu skipaðir læknar i fjórðungum landsins. Bjarni lcenndi nolckrum mönn- um og luku fjórir prófi hjá honum. Nemendum var veittur nokkur styrkur og síðar — 1768, voru þeim, er lækningaprófi lulcu hér, veitt sömu foi’réttindi til Garðs- vistar og aði'ir íslenzkir stúdentar við Hafnarháskóla nutu, þó með þvi skilyrði, að þeir tækju examen artium. Prófið hér veitti víst aðeins rétt til að stunda lækningar hér á landi, en ekki annars staðar i ríki Danakonunga. Lækna- kennsla þessi hélzt til 1830, en féll þá niður, enda var skylda til hennar felld úr erindisbi’éfi landlæknis 25/2 1824. Þegar er Alþingi var endurreist, tók það mál þessi til meðferðar. Einkum lét Jón Hjaltalin landlæknir mál þessi til sin taka og fékk þvi loks framgengt, að hon- um var heimilað með Kg. úrsk. 29/8 1862, að bi'autskrá stúdenta, er hjá honum höfðu numið, með réttindum til almennra læknisstarfa hér á landi. Náminu skyldi haga á svipaðan hátt og greint var í erindisbréf 29/8 1862. Jón Hjaltalín hélt uppi læknakennslu, þar til lækna- skóli var stofnaður með lögum nr. 5 11/2 1876. Samkv. þeinx skyldi landlæknir vera forstöðumaður skólans, en auk hans tveir kennarar. Náminu skyldi hagað sem næst því sem gerðist við erlenda háskóla, og þá senni- lega lxelzt háskólann í Kaupmannahöfn. Þess her þó að gæta, að Jón Hjaltalín hafði vei'ið í Þýzkalandi og fór að ýmsu leyti sínar eigin leiðir. Innlend lagakennsla átti lengi'a í land, því að hún komst ekki á fyrr en lagaskólinn var stofnaður með 77m arit lugfrieðinga 53

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.