Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 13
og íslenzkri menningarsögu og einn i sögu íslands. Þeir, sem vita, hve nauðsynlegt það er fyrir hvern mann, sem vill læra íslenzku til nokkurrar hlitar, að kunna önnur germönsk mál, t. d. sér í lagi gotnesku, og jafnvel hin fjarskyldari indoevrópeisku mál, svo sem fornindversku, og aS bera nokkurt skjm á samanburðarmálfræSi, þeir geta farið nærri um, hve mikil vöntun það er, að ekki er neinn kennslustóll i öðrum málum en íslenzku og enginn í samanburðarmálfræði. Lika er hætt við, að kennslan í Is- landssögu komi ekki að fullum notum, þar sem enginn kennslustóll er í almennri sagnfræði, og enginn i sögu ann- arra Norðurlandaþjóða. Ég tek þetta aðeins fram sem dæmi þess, live mikið vantar við heimspekideildina, af þvi að það er svo bagalegt fyrir kennsluna í islenzkum fræðum. Stærðfræðisdeild og náttúruvísinda vantar alveg. Það vantar því mikið á, að Háskóli íslands fullnægi þeim kröfum, sem menn eru vanir að gera til háskóla nú á dögum, og er þess þó ógetið, að háskólinn á enn ekkert hús fyrir sig og eigur varla svo teljandi sé..... Franrtíð háskólans er undir þvi komin, að honum takist æ betur og betur að ávinna sér traust og hylli þjóðar- innar, því að það er hún, sem ber hann uppi af almanna fé, og til fulltrúa hennar verður að leita um fjárveiting- ar til allra nauðsynlegra umbóta. I annan stað er framtíð háskólans komin undir kennslu- kröftum lians og námskröftum. Það er svo um hverja kennslustofnun, að hún getur ekki þrifizt, nema hún eigi góða og samvizkusama kennara og námfúsa og ástund- unarsama lærisveina. Ég veit, að þér, háttvirtu sam- kennarar minir, og einnig þér, kæru námsmenn þessarar stofnunar, eruð gagnteknir af alvöru þessa augnabliks og heitið þvi, hver í sinu hjarta að reynasl háskólanum vel og legggja fram alla vðar krafta við kennsluna og námið. Ef vér allir, sem að stofnuninni stöndum, annars vegar þing og þjóð, hins vegar kennarar og námsmenn, tökum Timarit lögfræðinga 59

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.