Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Qupperneq 14
sanían höndum og reynum af fremsta megni aÖ lilynna
að þessum nýgræðingi, sem nú er gróðursettur, þá eru
vonir um, að hann muni, með guðs lijálp, þegar fram
líða stundir, verða að stóru tré, er veiti skjól íslenzkri
menningu og sjálfstæðri vísindarannsókn hér á norður-
hjara heimsins .......“
Skólinn tók síðan til starfa um haustið. Skráðir stú-
dentar voru 45 og skiptust þeir þannig i deildirnar: í guð-
fræðideild 5, í lagadeild 17, í læknadeild 23, þar af ein
kona, i heimspekideild enginn. Hér er hvorki tóm né
efni, til þess að relcja sögu háskólans, en rétt er þó að
minnast á fáein atriði, er lagadeildina snerta.
Fyrstu nemendur deildarinnar voru 17, eins og áður
er sagt. Þeir voru:
Andrés Björnsson rithöfundur. Lauk ekki prófi.
Arni Jónsson alþm. og ritstjóri. Lauk ekki prófi.
Björn Pálsson (Kalman) hæstaréttarlögmaður. Lauk
prófi vorið 1912.
Böðvar Jónsson (Bjarkan) vfirdómslögmaður. Lauk
prófi vorið 1912.
Eiríkur Einarsson alþm. og hankafulltrúi. Lauk prófi
vorið 1913.
Hjörtur Hjartarson ritstjóri. Lauk prófi veturinn 1914.
Jón Ásbjörnsson hæstaréttardómari. Lauk prófi vorið
1914.
Jón B. Jónsson. Stundaði lengi nám, varð stúdent 1902,
en andaðist áður en hann lyki prófi.
Jón Þórarinn Sigtrvggsson, málfl.m. og bóndi. Lauk
prófi vorið 1912.
Jónas Stephensen. Andaðist áður en hann lvki prófi.
Ólafur Lárusson prófessor. Lauk prófi vorið 1912.
Páll Eggert Ólason ráðunevtisstjóri. Lauk prófi vorið
1918.
Páll Pálmason ráðuneytisstjóri. Lauk prófi 1916.
Pétur Magnússon bankastjóri. Lauk prófi vorið 1915.
Sigurður Sigurðsson sýslumaður. Lauk prófi vorið 1914.
60
7'ímarit l(>gfneðinga