Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Blaðsíða 18
ins, skal hann leggja fram skilríki fyrir því, að hann
hafi samvizkusamlega tekið þátt i æfingum i bókhaldi,
vélritun og lögfræðilegri skjalaritun. Enn fremur skai
hann leggja fram skilríki fyrir því, að hann hafi unnið
á lögfræðiskrifstofu undir liandleiðslu lögfræðings með
embættispróf, um a.m.k. tveggja mánaða skeið.“*)
Með auglýsingu nr. 97, 21. sept. 1949, voru enn gerðar all-
verulegar brevtingar á tilhögun náms og prófa í lagadeild.
Akvæðin eru á þessa leið:
í laga- og hagfræðideild eru kenndar þessar greinar:
1. Fjármunaréttur.
2. Sifjaréttur, erfðaréttur og persónuréttur.
3. Stjórnlagafræði og stjórnarfarsréttur.
4. Refsiréttur.
5. Réttarfar.
6. Réttarsaga.
7. Sjóréttur og félagaréttur.
8. Þjóðaréttur og alþjóðlegur einkamálaréttur.
9. Æfingar í úrlausn raunhæfra verkefna.
10. Almenn lögfræði.
11. Lögfræðileg skjalaritun.
Skriflegar æfingar skulu vera i þeim greinum, sem
sérstakt skriflegt próf er lialdið í.
Embættispróf í lögfræði.
Embættisprófinu skal skipt í tvennt, fyrra hluta og
síðara hluta. Prófgreinar í fyrra hluta eru þessar:
*) Reglugj. nr. 8/1912 er dags. 9. okt. 1912 og gefin út af ráð-
herra. 1 upphafi hennar segir: „Samkvæmt þegnlegum tillögum
stjórnarráðs Islands hefur Hans Hátign konunginum í dagþóknazt
allra mildilegast að staðfesta eftirfarandi Reglugjörð fyrir Há-
skóla Islands". Auglýsing nr. 47/1936 er gefin út af ráðherra
5/3 1936, en ekki verður séð af stjórnartíðindum, að hún hafi
verið staðfest af konungi, svo sem vera bar. Agnar Kl. Jónsson
getur hins vegar í inngangi að lögfræðingatali sínu, að breyt-
ingarnar hafi hlotið konungsstaðfestingu 28. okt. 1935.
64
Tímarit lögfrrrðinga