Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 26

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 26
mannahöfn í broddi fylkingar magistera, baccalaurea og stúdenta. Ilálíðleg vígsla báskólans fór þó elcki fram fyrr en 1. júní 1479 og þá, að sjálfsögðu í Frúarkirkju. Fyrst var sungin messa og lieilagur andi ákallaður. Þá bdlt Peder Albretsen ræðu til lofs vísindum, konungi og þeim, sem lagt böfðu liönd að til þess að koma á fót þessu „almenna studium“. Enn voru ræður fluttar, og að þeim loknum voru kjörnir binir fyrstu embættismenn skólans. Rektor var kjörinn fyrrgreindur Jesper Hen- riksen, en decanus í beimspekideild M. Peder Skotte. Kanslari varð Hróarskeldubiskup og varakanslari marg- nefndur Peder Albretsen, en bonum var um þetta leyti einnig veitt doktorsnafn í kanoniskum rétti. Atböfninni lauk með bátíðlegu Te deum.' Síðan bófst skráning hinna akademísku borgara. Alls voru skráðir 79 slúdentar, frá Danmörku, Noregi, Islandi*), Þýzkalandi og Niður- löndum. Jafnframt þessu voru settar reglur um starf skólans. Voru þær mjög sniðnar eftir reglum báskólans í Bo- logna, en liann var þá í fremstu röð báskóla — einkum á sviði lögfræði. I framkvæmd gætti þá lögfræðinnar litið við Ilafnarbáskóla og verður síðar vikið að því. Loks staðfesti erkibiskupinn í Lundi, 28. nóv. 1479, í umboði páfa, að Peder Albretsen, varakanslari, befði réttilega stofnað báskólann í Kaupmannaböfn og að deild- um bans bverri um sig, væri falið að semja nánari regl- ur um störf sin. Þótt bið ytra form og undirbúningur stofnunar bá- skólans væri með glæsibrag, var þó ýmislegt, sem á skorti. Þeir, sem fyrst og fremsl mótuðu háskólann á andlegu sviði, voru sóttir til Kölnar. Háskólinn þar var að visu binn merkasti, m. a. á sviði guðfræði, þótt bann jafnaðist ekki á við háskólann í París á því sviði. En *) Hver eða hverjir, þeir íslendingar hafa verið, sem skráðir voru, hef ég ekki haft tök á að kanna. 72 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.