Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 35
1728. Okkur íslendingum er hann að vísu mikið harms- efni. en hann varð þó hið ytra tilefni til þess að laganám við Hafnarháskóla tók allmiklum stakkaskiptum og þá jafnframt að íslenzkir lagamenn fengu tækifæri til þess að komast í nánari tengsl við lögfræði Evrópu. Þetta tækifæri ber ekki að vanmeta. Annað mái er, að frum- stæðu og þjóðlegu bændaþjóðfélagi hæfði Jónsbók enn vel, enda kom það bezt í ljós, er hinar iangvinnu til- raunir konunganna til þess að fá nýja lögbók lögfesta urðu að engu. Hcr var það eins og víða annars staðar hinn aldagamli venjuréttur reistur á grundvelli Jóns- bókar og telgdur til á Alþingi, sem drýgstur varð. En þau lögfræðilegu viðhorf, er leiddu til reglnanna frá 1732 um IJafnarháskóla og tilsic. 10/2 1736 um próf í lögum og gildi þess voru stórmerkir áfangar á sviði lögfræði og lagaframkvæmdar í rikjum Danakonunga, þótt við Islendingar nvtum þess ekki fyrr en seint og síðar meir. Reglurnar frá 1732 áttu sér nokkurn aðdraganda, sem hér eru ekki tök á að rekja. Endurbæturnar, sem í þeim fólust, voru þó meiri í orði en á borði. í 2. gr. segir: „herefter tvende Professorer skulle tractere Jura saa at den ene profiterer Jus Naturæ et Gentium, saa og Jus publicum, men desforuden en Dag om Ugen Philosophiam Moralem, den anden læser over Jus Justinianeum, og forklarer derhos \ror Allernaadigste Lov, visende dens Overensstemmelse med Naturens og Folke-Retten, saa- vel, som andre Landets Love.“ Hér var lögfest sú skip- an, að prófessorar skvldu vera tyeir, og var það deildinni að sjálfsögðu styrkur. Áður var talan mjög á reiki, oft aðeins einn, en stundum tveir og jafnvel þrír. En þessir prófessorar voru oftast í meiri eða minni tengslum við heimspekideildina og jafnvel fremur prófessorar þar en í lagadeild. Tilskipunin 10. febrúar 1736 markaði hins vegar djúp spor a. m. k. á raunhæfum sviðum. Tilefni tilskipunar- innar var fyrst og fremst það ófremdarástand, sem ríkti Tímarit Ingfræðinga 81

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.