Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 36

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 36
á sviði réttarfars í héraði og málti þar varla á milli sjá, hvorir aumari væru, dómararnir eða málflytjendurnir. Til- gangur tilskipunarinna var að bæta ur þessu á þann veg, aS iaganámiS væri aukiS, einkum á sviði hins innlenda réttar, og próf haldin er veittu a. m. k. forgangsrétt til lögfræðilegra embætta. Tilhögun prófsins var mjög sniðin eftir prófi í guð- fræði, en það próf var orðið meira en 100 ára gamalt. Skylt var aS halda próf einu sinni í mánuði, ef stúdent skráði sig til prófs og lagði fram nánar tiltekin gögn, m. a. um það hvað hann hefði lesið eða hlustað á. Prófið var munnlegt á latínu og skyldi haldið á „Consistorio". En að því loknu skyldi kandídatinn levsa úr skriflegu raunhæfu verkefni, er annars vegar var sóknar eða varn- arskjal, en hins vegar dómur. Einkunnir voru þrjár: laudabilis, haud illaudabilis og haud condemnendus. Ekki var það eingöngu skvldunámskunnátta stúdents á prof- inu, sem einkunninni réði, lieldur einnig, hversu mikið stú- dentinn kvaðst hafa lesið til prófs í aukagreinum og til viðbótar skyldugreinum, og hver árangur varð af prófinu á þeim sviðum. Lágmarkskröfur, sem gerðar voru til þess að ná fram- angreindum einkunnum voru: Til haud condemendus þurfti að sýna sæmilega þekkingu á jure Naturae et Gen- tium, skilning á dönskum og norskum lögum og réttar- ganginum almennt og loks þekkingu á nokkrum helztu hugtökum rómarréttar. Til haud illaudahilis þurfti að sýna góða þekkingu á jure Naturae et Gentium, hafa vald á dönskum og norskum iögum, þekkja réttarfarið og kunna sæmilega þann jus Romani-Germanici, er beitt var. Til laudabilis var þess krafizt, að stúdentinn væri vel að sér í jure Naturae, Gentium et Universali, svo og Danico et Norvegico, þekkti vel Jus Romani-Germanici og muninn á honum og jure Danico og loks, að hann sýndi sæmilegan skilning á Jus Militare og Jus Publicum Universale, Danicum og Germanicum. Atlmgasemd um 82 Timaril lögfræðiiuja

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.