Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 37
sérþekkingu á enn öðrum sviðum mátti setja á próf- skírteini og voru þar einkum nefnd réttarsöguleg efni og greining Dansks og Norsks réttar. Próf það, sem hér hefur verið rætt, var einungis ætl- að stúdentum. En hér var þess að gæta, að eigi var hægt að búast við því, að nægilega margir stúdentar tækju lagapróf, til þess að öll lögfræðileg embætti á sviði dóms- mála yrðu skipuð slikum mönnum, enda voru launa- kjörin mjög bágborin víðast hvar. Hins vegar bafði reynslan sýnt, að ýmsir menn, er lítt voru skólagengnir böfðu orðið sæmilegir lagamenn við störf sín að lög- fræðilegum málefnum. Nauðsyn þótti því til þess, að slíkum mönnum yrði ekki með öllu meinað, að fá lög- fræðileg embætti a. m. k. við héraðsdómstólana. Tilskip- unin opnaði þessum mönnum leið til embætta með þvi móti að þeim var heimilt að taka próf í lögum, þótt þeir hefðu ekki stúdentspróf. Þetta próf var að ýmsu lílct hinu eiginlega lagaprófi, en kröfurnar minni. Þelckingar var aðeins krafizt i dönskum og norskum rétti svo og í náttúrurétti að nokkru. Prófið var ekki opinbert há- skólapróf, heldur aukapróf hjá prófessorunum og fór fram á dönsku. Einkunnir voru eftir sama kerfi og á hinu eiginlega háskólaprófi og framkvæmd prófsins ann- ars lík. Prófið veitti lakari réttindi heldur en eiginlegt lagapróf, en forgangsrétt til embætta umfram ólöglærða menn. Þótt tilsk. 10/2 1736 fjallaði að ytra formi mest um próf. var þó brotið blað i sögu laganáms í Danaveldi með benni og þá jafnframt í sögu dómara- og málflutn- ingsmannastéttarinnar. Þess var áður getið, að fram til þessa tíma hafði laga- námið aðeins verið hluti úr guðfræði- og heimspekinámi. Nú var svo um búið, að stúdentar áttu kost á eiginlegu laganámi, bæði fræðilegu og raunhæfu, og slíkt nám var nauðsvnlegt, ef stefnl var að lögfræðilegum störfum. Lögfræðideildin varð í rauninni ekki sjálfstæð deild fyrr Tímarit lögfræðinga 83

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.