Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Blaðsíða 38
en hér var komið, og hvort tveggja, kennsla prófessor-
anna og aðstaða stúdentanna hlaut að mótast af þessum
nýju viðhorfum. Að þvi er snertir laganám íslendinga
og lagaframkvæmd hér, urðu nú og mikil straumhvörf.
Um þetta leyti má telja, að hinu svonefnda Jónsbókar-
tímabili sé að ljúka. Heilir bálkar Dönsku og Norsku
laga voru lögfestir um þetta levti og fjöldi nýrra tilskip-
ana voru gefnar út, en allt þetta olli mikilli réttarrösk-
un hér, eins og kunnugt er. Þær brevtingar, sem á lög-
gjöfinni urðu um þetta leyti voru margar hverjar, a.m.k.
á fræðilegum grundvelli og í anda hins nýja tima. Þær
liorfðu og til bóta að ýmsu leyti. Jónshókarrétturinn
hafði þó á sumum sviðum betur, enda voru menn fast-
heldnir á hann. En hvort sem mönnum líkaði betur eða
verr, var það staðreynd, að tvö, að ýmsu levti ólík réttar-
kerfi, voru í gildi hér, og þá nauðsvn að þekkja ekki
aðeins hinn gamla rétt, heldur og hinn nýja, og kunna
þannig skil á því, hvað væru lög um þau málsefni, sem
lej'sa þurfti úr.
Hér á landi var því, ekki siður en annars staðar, þörf
á því, að þeir, sem um lögfræðileg efni fjölluðu, fengju
fræðilega þekkingu, enda varð og sú raun á, því að eflir
tilkomu tilsk. 1736 fer að bera á því, að Islendingar
nemi lögfræði við Hafnarháskóla. Þau réttindi, sem próf-
ið skapaði, hafa og að sjálfsögðu valdið hér miklu um.
Hinn fræðilegi áhugi gerði og vart við sig á innlendu sviði,
að visu að hvötum konungs. Hann kom fram í starfinu að
lagaverkinu svonefnda, sem fyrr er getið. Að því var ekki
hægt að vinna, nema með þvi móti að kanna islenzkan
rétt og bera hann saman við Dönsku og Norsku lög.
Fyrir þennan tima hafði að vísu verið nokkur hreyfing
á því, hjá dönsku stjórninni, að N.L. vrðu lögfest hér. En
veruleg hreyfing komst ekki á þetta mál fyrr en Rantzau
stiptamtmaður fór að láta til sín taka árið 1751. Var þá
talin nauðsyn, sem og rétt var, að ýmsa undirbúnings-
vinnu þyrfti að inna af hendi, og að islenzkir menn yrðu
84
Tímctril löyfræöinga