Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 41
geir Ásgeirsson, Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra, Geir Hallgrímsson borgarstjóri i Reykjavík, og dr. Richard Beck, forseti Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi. Þá var flutt: „Þú eldur, sem brennur við alveldisstól“ úr Háskólaljóðum Þorsteins Gislasonar, við lag eftir dr. Pál Isólfsson. Þá fluttu kveðjur: dr. Sigurð- ur Sigurðsson landlæknir af hálfu Yísindafélags íslend- inga, Sveinn Einai'sson, vei’kfi'æðingur af hálfu Banda- lags Háskólamanna, Matthías Jóhannessen ritstjóri af hálfu Stúdentafélags Reykjavíkur og Höi'ður Sigurgests- son stud. oecon. af hálfu stúdentai'áðs. Næst var flutt hátiðarljóð eftir Davið Stefánsson við lag eftir dr. Pál Isólfsson. Fullti’úar ei’lendra háskóla fluttu því næst kveðj- ur, og þessum þætti hátíðarinnar lauk með því, að þjóð- söngurinn var sunginn. Daginn eftir, hinn 7. október, var háskólahátíð, er hófst með því, að dr. Sigui’ður Nordal flutti ei’indi, þá söng Guðmundur Jónsson þrjú lög með undirleik Fr. AVeiss- happel. Að því loknu var lýst kjöri 24 heiðursdoktora. Heiðui’sdoktorar i lögfi'æði voru kjörnir 6. Þeir eru: Alexander Jóhannesson prófessor emer.ogfyrrum háskóla- rektor, Bjarni Benediktsson dóirxsmálaráðherra, Oscar Al- fred Borum prófessor juris við Kaupmannahafnarháskóla, Nils Herlitz prófessor jur. við Uppsalaháskóla, Knut Inge- brigt Robberstad prófessor jur. við Oslóarháskóla og' Tauno Tii’kkonen prófessor jur. við háskólann i Helsinki. Kjöri heiðursdoktoranna fylgdi svofelld gi’einargerð: Alexander Jóhannesson er fæddur 1888. Hann hóf kennslu við Háskóla íslands árið 1915. Gegndi hann kennslustörfum við háskólann, lengstum sem prófessor, í 43 ár. Alexander Jóhannesson er afkastamikill rithöfundur og hefir unnið stórvirki á fræðisviði sínu. Hann var fyrst kjörinn rektor Háskóla íslands árið 1933 og hefur gegnt rektorsembætti í 12 ár samtals eða miklu leng- ur en nokkur maður annar. Hann var forgöngumaður að mörgum mannvirkjum háskólans, formaður í byggingarnefnd- Tímcirit lögfrœðinga 87

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.