Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 43
vinnu um samræmingu löggjafar svo og alþjóðlegri lagasam- vinnu. Hann er meðal hinna fyrstu fræðimanna á Norður- löndum, sem brotið hef.ur til mergjar á fræðilega vísu vanda- mál alþjóðlegs einkamálaréttar, en í öðrum greinum hefur hann bætt miklu við hinn trausta fræðilega stofn fyrirrenn- ara sinna. Hann má tvímælalaust telja einn kunnasta fræði- mann í lögfræði á Norðurlöndum. Fyrir því telur Háskóli íslands sér heiður að því að sæma Oscar Borum nafnbótinni doctor juris honoris causa. Nils Herlitz er fæddur 1888. Hann hefur verið háskóla- kennari í nærfellt fjóra áratugi; fyrst í Uppsölum, en lengst af í Stokkhólmi. Hann hefur verið afkastamikill rithöfundur bæði á sviði sögu og lögfræði. Hann var upphaflega háskóla- kennari í sagnfræði, en hvarf síðar að lögfræðilegum rann- sóknum, og lengstum hefur hann verið prófessor í stjórnlaga- fræði, stjórnarfarsrétti og þjóðarétti, svo og í þjóðfélagsfræði. Rit hans eru mjög mörg, og flest varða þau stjórnskipun og stjórnarfar Svía eða sænska stjórnmálasögu. Síðustu árin hefur prófessor Herlitz unnið að miklu yfirlits- og saman- burðarriti um norrænan allsherjarrétt. Með ritstörfum sínum hefur prófessor Herlitz getið sér mikinn orðstír, bæði í heima- landi sínu og á Norðurlöndum öllum, og verður hann vafa- iaust talinn einn kunnasti stjórnlaga- og stjórnarfarsfræðing- ur, sem nú er uppi á Norðurlöndum. Um langt skeið var hann áhrifamikill stjórnmálamaður í heimalandi sínu og var meðal helztu hvatamanna að stofnun Norðurlandaráðs. Af þessum sökum telur Háskóli íslands sér heiður að því að sæma Nils Herlitz nafnbótinni doctor juris honoris causa. Knut Ingebrigt Robberstad er fæddur 1899. Hann var um nokkurt skeið starfsmaður dómsmálaráðuneytisins norska, en 1940 gerðist hann prófessor við háskólann í Oslo. Hafa helztu kennslugreinar hans þar verið réttarsaga og eignaréttur, þ. á m. óðalsréttur og eignarnámsréttur. Þá hefur hann einnig lengi kennt kirkjurétt við safnaðarskólann í Osló. Hann hef- ur gefið út norsk fornlög og þýtt sum þeirra á landsmál, en ritað að auki mikið í réttarsögu, eignarétti og kirkjurétti. Hann hefur í rannsóknum sínum fjallað mjög um vestnor- Tímarit lögfræðinga 89

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.