Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 46
kandidats- og B.A. prófi. Islenzk fræði: Meistaraprófi hafa lokið 25, kandidatsprófi 60, kandidatsprófi í íslenzkn með aukagi'ein 1. Kandidatsprófi i sögu með aukagrein 6, B.A. prófi í islenzku 6; Próf í íslenzku fvrir erlenda stúdenta 8. Á námstilhögun og prófum hafa orðið ýms- ar breytingar; B.A. próf. Hér er um að ræða nám í dönsku, sænsku, norsku, ensku, þýzku, frönsku, latinu, grísku, mannskvnssögu, bókasafnsfræði, landafræði og jarðfræði, stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði, náttúrufræði. Öðru hverju hafa verið kennd önnur mál en hin ofangreindu, t. d. ítalska og spænska. Til B.A. prófs þarf próf i þrem ofangreindra greina. B.A. prófi hafa lokið 79 þar með taldir þeir 6, sem tóku prófið með íslenzku sem aðalgrein. Eins og sjá má af ofangreindu, hefur starfsemi háskól- ans aukizt mjög á liðnum árum. Nýjar deildir hafa bætzt við og aðrar víkkað starfssvið sitt. Þegar háskólinn tók til starfa, var honum fenginn samastaður á neðri hæð Alþingishússins. Deildum var þannig niðurskipað, að guðfræðideild var i suð-austur horni, heimspekideild í miðju að austan, en læknadeild í norð-austur horni (auk spitalanna). Lagadeild var i miðju húsi að vestan, í norðvesturhorni var kennara- stofa, en í suðvestur horni var lesstofa, sem reyndar varð visir að samtalsherbergi stúdenla og reyndar eitthvað notað til kennslu. Xú er húsaskipan allmikið brevtt. Held- ur voru þetta þröng húsakvnni, en mátti þó við una um stund. Þá var og þröngt.um Alþingi. Sambýli stúdenta og alþingismanna var, sem betur fór, hið bezta og mikil persónuleg tengsl milli margra alþingismanna og stúdenta báðum hópum til gagns og skemmtunar. Hér hlaut þó aðeins að vera um bráðahirgðaástand að ræða, og 1941 var hin nýja háskólabygging tekin í notkun. Áttu þar margir góðan hlut að. Rikissjóður bar þó ekki beinan þunga af byggingunni, en happdrættislevfi háskólans varð fjárliagsgrundvöllur sá, sem málinu bjargaði, svo og kvik- 92 Timarit lögfrieðingu

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.