Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 53

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 53
og eru sliks engin dæmi önnur um akademíska stétt, jafnvel ekki liér á landi, hvað þá í grannlöndunum. Ork- ar ekki tvímælis, að próf. Ölafur hefur mótað íslenzka lögfræðinga í rikara mæli en nokkur maður annar. Hafa íslenzkir lögfræðingar enda iðulega sýnt, hversu mikils þeir virða hann. Á merkum afmælum hans hafa þeir ávallt stofnað til samsæta honum til sæmdar. Þeir gáfu út afmælisrit, sem helgað var honum, á sjötugsafmæli hans 1955, og hann er eini heiðursfélagi Lögfræðingafé- lags Islands. Naut hann sín ávallt vel í hópi nemenda sinna, og vissulega þótti oss vænt um að hafa liann með- al vor. Innan Háskóla íslands naut próf. Ólafur mikillar virð- ingar samkennara sinna. Fólu þeir honum rektorsem- bætti þrívegis, 1921—22, 1931—32 og 1945—48, og hann var um árabil formaður stjórnar happdrættis háskólans. Yfirleitt var hann mjög sóttur að ráðum í málefnum háslcólans, og voru tillögur hans ávallt mikilsmetnar. Prófessor ölafur gegndi oft störfum varadómara og setudómara í Hæstarétti, og var oftar nefndur til þeirra starfa en nokkur annar. Var liann og um liríð settur hæstaréttardómari, á árabilinu 1923—26 og siðan 1930 —32 og 1933—34. Hann átti um langt árabil sæti í merkjadómi Reykjavíkur. Eru dómstörf merkur þáttur í starfi lians, þótt ekki verði frekar um þau fjallað hér. Hann hefur og starfað mjög að samningu lagafrum- varpa, og haft með því heillavænleg áhrif á islenzka löggjöf. Prófessor Ólafur Lárusson starfaði mikið í ýmsum félögum og gegndi þar trúnaðarstörfum. Hann var meðal stofnenda Visindafélags íslendinga 1. des. 1918, og var forseti þess 1944—47, í stjórn Hins islenzka fornleifa- félags átti hann sæti i nærfellt 40 ár, og hann átti sæti i stjórn Hins íslenzka fornritafélags frá stofnun þess 1928. Þá hefur hann átt sæti í stjórn Sögufélagsins, i stjórn Hins islenzka bókmenntafélags og Ferðafélags ís- Tímarit lögfræðinga 99

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.