Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Síða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Síða 54
lands. 1 Frímúrarareglunni vann hann og mikið starf. Honum var sýnd margs konar sæmd vegna visindastarfa sinna. Árið 1945 kjöri heimspekideild Háskóla Islands hann heiðursdoktor i heimspeki, og árið 1946 sæmdi háskólinn í Osló hann doktorsnafnbót í lögfræði, og hið sama gerði háskólinn í Helsingfors árið 1955. Ennfrem- ur sæmdi laga- og viðskiptadeild Háskóla Islands hann doktorsnafnbót i lögfræði árið 1958. Þá hefur hann verið kjörinn heiðursfélagi i ýmsum erlendum vísindafélögum, þar á meðal Vísindafélagi Norðmanna, og heiðursfélagi var hann í lögfræðingafélagi Finna. Á 75 ára afmæli hans i febr. 1960, var hann sæmdur æðsta tignarmerki bjóðarinnar. Hafa fáum Islendingum hlotnazt slíkar sæmdir, og vita þó allir, sem um það eru dómbærir, að allt er það að verðleikum. Sóttist hann og persónulega aldrei eftir neinni upphefð — slíkt var víðs fjarri honum. III. Kennslustörf sín stundaði próf. Ólafur af einstakri alúð og kostgæfni, og var lcennsla hans öll svo vönduð sem bezt varð á kosið. Kennslulag hans einkenndist fjæst og fremst af einstökum skirleika. Hann hafði fágæta hæfi- leika til að lýsa efni, sem var tvrfið og strembið í kennslu- bókum, á þá lund, að það lægi ljóst fyrir. Annað auð- kenni á kennslu hans var hin ríka hneigð hans og hæfi- leiki til að skilja sundur aðalatriði hvers máls og auka- atriði. Hann lagði sig ekki í framkróka um að gagnrýna skoðanir kennslubókahöfunda, en þegar hann gerði það, var gagnrýnin markvis og sannfærandi. Hann hikaði ekki heldur við að ganga í berhögg við dóma, þótt gagn- rýni hans á þeim væri ávallt hófsamleg. Okkur nemend- um hans var það ljóst, að kennarinn hafði gagnhugsað hvert það atriði, sem reifað var, og hafði brotið það til mergjar, hversu hagfelldast væri að skýra það fvrir mönnum, sem lcunnu lítt til laga. Það er ómetanlegt lán, að hafa notið slíkrar afburðakennslu. Fyrir okkur 100 Tímarit lögfræðinga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.