Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 55

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 55
nemendur lians skipti hitt og ekki minna máli, að utan kennslustunda nutum við oft handleiðslu hans og holl- ráða. Margir nemendur hans hafa og átt hann að trún- aðarmanni og ráðgjafa löngu eftir að skólavist lauk. Ætla ég, að svo náin tengsl milli kennara og nemenda séu fágæt. IV. Prófessor Olafur Lárusson hefur verið mikill afkasta- maður um ritstörf. f afmælisriti hans frá 1955 er skrá um flest rit hans og ritgerðir. Eftir að sú skrá var gerð, birtist m. a. eftir hann rannsókn hans á mannanöfnum í manntalinu frá 1703 og ritið Lov og ting, sem hefur að geyma nokkrar veigamiklar ritgerðir hans í norskri þýðingu. Sýnir sú ritaskrá ljóslega, hve fjölgáfaður hann var og hversu fjölbreytt rannsóknarefni hans voru. Rit hans eru einkum á sviði lögfræði, þar á meðal rétt- arsögu, sagnfræði og mannfræði. Um rit hans í sagn- fræði og mannfræði hefur lieimspekideild Háskóla fs- lands kveðið upp ótviræðan dóm, er hún sæmdi hann doktorsnafnbót i heimspeki. Segir m. a. svo i formála deildarinnar fyrir doktorskjöri: „Allar rannsóknir hans bera vitni um frábæra þekkingu, vandvirkni og glögg- skyggni á stór atriði sem smá.“ Munu þess fá dæmi, að prófessor í lögfræði vinni sér til slíkrar sæmdar með verkum sinum i annarri fræðigrein. Rit og ritgerðir próf. Ölafs i lögfræði eru flest á vett vangi fjármunaréttar og réttarsögu, en þó eru til rit- gerðir eftir hann um almenn efni, þ. á m. ritgerð hans i Vöku um lögbók íslendinga, þar sem hann hvetur til þess, að íslendingar setji sér lögbók. Höfuðrit hans í fjármunarétti eru Fyrirlestrar í eignarrétti, Ivaflar úr kröfurétti, Vixlar og tékkar og Sjóréttur, en auk þess hefur hann ritað margar ritgerðir um einstök, afmörkuð verkefni i þessari grein. í ritum um fjármunarétt kemur glöggt fram frjálslyndi hans og félagshyggja. Hann hafn- Tímarit lögfræðinga 101

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.