Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 56

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 56
ar í ritum sinum gersamlega hinni svonefndú konstruk- tivu lögfræöi — hugtakalögfræðinni. I riturn hans gælir mjög félagslegra og hagrænna sjónarmiða og viðhorfa, svo og tillitsins til þess, sem sanngjarnl er og eðlilegt um samskipti manna. I réttarsögu ritaði próf. Ólafur tvær hækur, Grágás og lögbækurnar, sem er fylgirit með árbók háskólans 1921 —22, og svo kennslubókina Yfirlit vfir íslenzka réttar- sögu. Þessi rit hæði eru reist á mjög viðlækum og traust- um rannsóknum, og er mér kunnugt um, að þeir menn, sem revnt hafa eftirleit á slóðum þessara rita, hafa ekki hlotið mikla eftirtekju. Því miður nær yfirlitsrit hans um réttarsögu aðeins vfir brot úr islenzkri réttarsögu. Enginn maður hefði þó verið honum færari til að rita slikt vfirlitsrit, jafn fjölfróður og glöggskyggn og hann var um það efni, livar sem niður var gripið. Dugir nú ekki um að sakast, en vissulega er fordæmi hans, elja og kostgæfni við visindaleg vinnubrögð, yngri mönnum hvöt til að takast á við þetta meginverkefni, sem nú bíður úrlausnar. Bót er þó í máli, að próf. Ólafur hefur skrifað margar og merkar ritgerðir um einstök rann- sóknarefni i islenzkri réttarsögu. Er þeim ritgerðum hans, svo og ýmsum ritgerðum i fjármunarétti, safnað saman í eina lieild, i ritgerðasafni hans, Lögum og sögu, er Lög- fræðingafélag íslands gaf út 1958, og kom það rit út sama dag og laga- og viðskiptadeild sæmdi hann dolctors- nafnbót, 25. okt. það ár. Öll ritverk prófessors Ólafs í lögfræði og réttarsögu eru geysivönduð. Þau auðkennast af skírleik i framsetn- ingu, sem aldrei skeikar, skarpskyggni, traustri dóm- greind og hófsemi í ályktunum. Þau eru reist á rann- sóknum, sem eru svo vandaðar og traustar, að oft sýnist ógerlegt að bæta um eða hnekkja. Ritin lýsa miklum lærdómi liöfundar og jafnframt fágætri visindalegri vand- virkni og hugkvæmni. Málfar hans var vandað og meitl- 102 Timarit lu<j[ræöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.