Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 58

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 58
margir nemendur prófessors Ölafs kærar minningar frá heimili þeirra, sem seint mun fyrnast yfir. VI. Á norræna lögfræðingamótinu, sem haldið var hér í Reykjavík í ágúst 1960, flutti prófessor Ólafur Lárusson erindi í hátíðasal háskólans um nokkra þætti í félags- málalöggjöf Grágásar. Var það síðasta erindið, sem hann flutti opinberlega, og senniiega síðasta ritverk, sem hann samdi um fræðileg efni. Þeim, sem viðstaddir voru, mun seint liða úr minni þau sérstæðu hughrif, sem flutning- ur erindisins valcti þeim. Hér var einn mesti réttarsögu- fræðingur Norðurlanda að skýra fyrir frændum vorum það, sem merkast var í hinnf fornu löggjöf vorri — einu mesta menningarafreki norrænna manna. Þytur sög- unnar lék um oss. Hér fjallaði einn löglærðasti maður vor íslendinga að fornu og nýju um lög þjóðveldisald- ar — minnti það ekki á lögsöguna og lögsögumanninn, sem að jafnaði var meðal lögfróðustu manna landsins? Vér höfðum og á vitundinni, að þetta væri síðasta er- indið, er hann flytti oss — fræðileg kveðjuorð hins aldna visindamanns. Felur eklci val hans á verkefni sinu í sér brýningu til vor um að taka upp þráðinn, þar sem hann féll niður — að leiða íslenzka réttarsögu til þess önd- vegis, sem henni hefði átt að vera búið fyrir löngu, með stofnun sérstaks prófessorsembættis í þeirri grein. Islenzk lögfræðingastétt þakkar leiðsöguna og blessar minningu prófessors Ólafs Lárussonar. Háskóli íslands þakkar tryggðina og ómetanleg störf, sem verið hafa skólanum til sæmdar. íslenzk þjóð á á balc að sjá ein- um sinna beztu sona. Ármann Snævarr. 104 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.