Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 60

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 60
Eg vil þegar geta þess, að mér virðist ljóst, að þeir, sem samið hafa ákvæði Grágásar um fátækrafram- færslu, liafa sett sér það markmið að setja tæmandi regl- ur um framfærsluskylduna. Þeir liafa viljað veita öllum nauðstöddum örugga heimild að lögum til framfærslu frá einhverjum aðilja. Á elleftu og tólftu öld voru ættartengslin enn mjög sterk í íslenzku þjóðfélagi. Þess vegna var það eðlilegt og áreiðanlega í samræmi við gamlar venjur og rétt, að framfærsla fátækra hvíldi aðallega á ættingjum þeirra og þá fyrst og fremst á fjölskyldunni. Þannig var þvi einnig liáttað samkvæmt ákvæðum Grágásar. Börn voru skilvrðislaust skyld til að framfæra foreldra sína, jafnvel þótt þau væru eignalaus, en væri svo ástatt, skvldu þau framfleyta þeim með vinnu sinni, þ.e.a.s. með þvi að greiða liluta verkalauna sinna til þeirra, sem önnuðusl foreldrana. Þessi skylda var svo rik, að ef nauðsvn har til, urðu börnin að ganga í skuld fyrir foreldrana og ger- ast skuldarmenn hjá framfleytandanum. Sama regla gilti um skyldu forfeðranna til að fram- fieyla börnum sinum. Þó var sá munur á, að faðir gat ráðið þvi, hvort hann gekk sjálfur í skuld, eða gerði barn sitt að skuldarmanni. Þá livíldi og gagnkvæm framfærslu- skvlda á systkinum, jafnvel þótt þau væru eignalaus, en ekki er minnzt á skuldfestingu í því sambandi. Ef ofangreindir fjölskyldumeðlimir voru ekki til, eða enginn þeirra gat framfleytt hinum nauðstadda, kom framfærslan í hlut nánasta ættingja, þannig að fjar- skyldari ættingi tólc við af nærskyldari allt í fimmta lið, þannig að skyldan náði alll til fimmmenninga, að þeim meðtöldum. Skvlda þessara ættingja var þó bundin þvi skilyrði, að viðkomandi ættingi ætti vissa fjárhæð, þ.e.a.s. tiltekinn forlagseyri fvrir sig og þá, sem á framfæri lians voru, er nægði til lífsviðurværis í eitt til fjögur ár eftir þvi, hve náinn skyldleikinn var. Á þennan veg var framfærsluskyldu fjölskvldunnar og 106 Tímcirit lögfræoinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.