Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 65

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 65
um? Xokkuð svipaðar liliðslæður þckkjast fiá miðöícl- um á Norðurlömlum. Þegar gildisbróðir varð fyrir bruna- Ijóni, komu aðrir gildisbræður bonum til hjálpar og bættu tjón hans. Hjálp þeirra var oftasl fólgin i vinnu eða efni Lil endurbyggingar liins brennda húss. Þessi hjálp var þannig bundin við gildin en ekki sveitar- félögin. Þar var heldur ekki að ræða um niðurjöfnun skaðabóta, og engin dæmi finnast þar um búfjártryggingar. Það skal tekið fram, að á þeim tíma, sem íslenzku lög- in voru rituð laut hin íslenzka kirkja vfirráðum erki- biskupsins í Lundi. Þar var liinn fyrsti Hólabiskup, Jón Ögmundsson, vígður árið 1106, ellefu árum áður en hin islenzku lög voru rituð. \Tegna þessa voru möguleikar á gagnkvæmum menningaráhrifum milli þessara tveggja landa, og þá um leið á þvi, að Islendingar hafi fengið hugmyndina um gagnkvæma tryggingu frá vitneskju um brandstoð á Skáni. Ég vil þó ekki láta skilja mig þann- ig, að um slikt hafi verið að ræða. Hið gagnstæða er einnig hugsanlegt. Akvæðin, sem minnzt liefur verið á um gagnkvæma vátrvggingu, finnast einungis i öðru af aðalhandritum Grágásar, Staðarhólsbók, og þau þekkjast ekki úr öðr- um heimildum. Þetta bendir ef vill til þess, að þau séu tiltölulega ung. Yngri lögbækur, Járnsíða 1271 og Jónsbók 1281, minnast ekki á þetta efni og engar vngri heimildir. Það bendir til þess, að þau hafi fljótlega gengið úr gildi. Tilgangurinn með þessum ákvæðum hefur vafalaust verið sá, að koma í veg fyrir, að stór óhöpp, sem ein- bver bóndi hreppsins varð fyrir, yrðu til þess að hann yrði þurfamaður og þar með öðrum til byrði. Fram bjá þessu var komizt, með þvi að skipta ábætl- unni þannig, að allir bændurnir tækju þátt i tjóninu, án þess að hlutur hvers og eins yrði svo mikill, að liann bæði loeint tjón af. Þess vegna er með nokkrum rétti unnt að flokka þessi ákvæði undir félagsmálalöggjöf þjóðveldisins. Timarit lögfræðinga 111

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.