Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 70

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 70
eru i sáttmálanum. Það er aðeins, ef þetta ber ekki ár- angur, að ákvæði sáttmálans um dómstólinn koma til framkvæmda. Og jafnvel þá kemur málið ekki sjálfkrafa beint fvrir dómstólinn. Nefndin á að gefa skýrslu og láta i ljós álit sitt á því, hvort málsatvik þau, sem upp- lýst eru, leiði í ljós brol á sáttmálanum. Henni er einnig heimilt að gera þær tillögur, sem hún telur við eiga. Þessi skýrsla skal send Ráðherranefnd Evrópuráðsins. Ef málinu er ekki skotið til dómstólsins innan þriggja mánaða, frá þvi að skýrslan var send ráðherranefndinni, skal hún úrskurða með tveim þriðju liluta atkvæða, hvorl brot liafi verið framið og hvaða ráðstafanir skuli gerðar til úrbóta. Lögsaga dómstólsins tekur því einungis til mála, sem skotið liefur verið til hans í stað ráðherra- nefndarinnar. f 48. gr. sáttmálans er ákveðið hverjir geti lagt mál fvrir dómstólinn, en það eru: a) Mann- réttindanefndin, b) aðildarríki, þegar þegn þess er tal- inn órétti beittur, e) aðildarriki, sem visaði málinu til nefndarinnar og d) aðildarrílci, sem kvörtun befur ver- ið beint gegn. Þetta er þó aðeins unnt, ef því eða þeim aðildarrikjum, sem hlut eiga að máli, sé skylt að hlita lögsögu dómstólsins eða annars kostar samþykkja það. Sérhvert aðildarríki getur livenær sem er, lýst sig ipso facto og án sérstaks samnings, bundið við lögsögu dóm- stólsins í öllum málum, sem varða skýringu og fram- kvæmd sáttmálans. Þessar yfirlýsingar má gefa skilyrðis- laust eða með skilyrði um gagnkvæmi af hálfu nokkurra eða nánar tiltekinna aðildarríkja, eða um tiltekið tíma- bil. Fram að þessu liafa flestar þessar yfirlýsingar verið tímabundnar, en engin með skilvrði um gagnkvæmi. Reglurnar um lögsögu (jurisdiction) dómstólsins virðast vera skýrar. Er Mannréttindadómstóllinn miklu betur settur að þessu levti en Haagdómstóllinn, sem eyðir stór- um liluta af tíma sínum við að fást við það efni. Sam- kvæmt því, sem nú var lýst, hafa einungis aðildarríki og nefndin rétt til að leggja mál fyrir dómstólinn. Ein- 110 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.