Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 78

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 78
honum í 5. og 6. gr. Var því þessari málsástæðu írsku stjórnarinnar liafnað. I öðru lagi hélt irska stjórnin því fram, að varðhald Lawless hafi ekki verið brot á 5. gr. sáttmálans, þar sem hún taki ekki til þess tilviks, þegar nauðsynlegt sé að taka mann höndum, til þess að koma í veg fyrir, að hann fremji afhrot. Dómstóllinn taldi hins vegar ekki annað verða ráðið af ákvæðum þessarar grein- ar, en að einnig, er svo stæði á, verði enginn maður hand- tekinn og lialdið i varðhaldi, nema í því skyni einu að færa hann fvrir lögbært dómsvald. Hann skuli án tafar færður fyrir dómara og eiga kröfu til, að rannsókn hefj- ist innan sanngjarns tíma. Mál Lawless hafði aðeins ver- ið rannsakað af sérstakri nefnd, sem ekki gat talizt fara með dómsvald. Var því þessari málsástæðu irsku stjórn- arinnar einnig hafnað. í 15. gr. sáttmálans er ákveðið, að á tímum styrjaldar eða annars almenns neyðarástands, sem ógnar lífi þjóðarinnar, geti hvert aðildarríki gert ráðstafanir, sem fara i bág við skyldur þess samkvæmt sáttmálanum, að svo miklu levti, sem hráðnauðsynlegt er vegna hættuástandsins, enda séu slíkar ráðstafanir eigi ósamrýmanlegar öðrum skvldum þess að þjóðarétti. Nið- urstaða dómstólsins um þetta efni varð sú, að írska stjórnin hafi réttlætt yfirlýsingu sina um, að neyðar- ástand, sem ógnaði lífi þjóðarinnar, hafi ríkt i írska lýð- veldinu þann tíma, sem Lawless var lialdið í varðhaldi, og að varðhaldið hafi verið ráðstöfun, sem ekki hafi gengið lengra en bráðnauðsynlegt var vegna hættuástands- ins. Ég vil skjóta þvi hér inn, að Lawless átti þess kost allan tímann, sem hann sat i varðhaldi, að fara frjáls ferða sinna, ef hann gæfi yfirlýsingu um það, að hann mvndi virða stjórnarskrá og lög landsins. Kom skýrt fram í dómnum, að það væri hlutverk dómstólsins, en ekki stjórnarinnar, að úrskurða endanlega, hvort nevðar- ástand hafi ríkt eða ekki. Lyktir málsins urðu þvi þær, að varðhald Lawless hafi verið réttlætt samkvæmt lieim- ildinni í 15. gr., að ekki sé í Ijós leitt, að írska stjórnin 124 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.