Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Síða 82
Lögmannafélag Islands
50 ára
Hinn 11. des. 1961 varð Lögmannafélag Islands 50 ára,
og var þess minnzt með veglegu liófi að Hótel Borg.
Félagið var upphaflega stofnað sem iiagsmuna- og
menningarfélag málflutningsmanna. En um langan ald-
ur var það liin einu félagsbundnu samtök löglærðra
manna hér á landi og var þvi merkisberi íslenzkrar lög-
fræðingastéttar og að ýmsu leyti fvrirsvari fyrir liana alla.
Forgöngumenn að stofnun félagsins voru þeir Eggert
Claessen hæstaréttarlögmaður og Sveinn Björnsson, síð-
ar forseti íslands.
Til fróðleiks og gamans verða hér birtar tvær fyrstu
fundargerðir félagsins, en þær eru á þessa leið:
„Ár 1911, hinn 27. nóv., var fundur haldinn á Hótel
Reykjavik af málfærslumönnum og öðrum embættislaus-
um lögfræðingum og próf. Einari Arnórssyni í Reykja-
vík. Frumkvöðlar fundarins voru þeir Eggert Claessen
og Sveinn Björnsson. Á fundinum voru mættir: Oddur
Gíslason, Eggert Claessen, Ari Jónsson, Einar Arnórsson,
Gísli Sveinsson, Kr. Linnet, Oddur Hermannsson, Lárus
Fjeldsted, Einar M. Jónasson, Guðm. Ölafsson, Björn
Þórðarson, Magnús Sigurðsson, Magnús Guðmundsson
og Sveinn Björnsson. Fundarstjóri var kosinn Oddur
Gislason og tilnefndi hann sem ritara Magnús Guðmunds-
son.
Fundarstjóri gaf fyrst orðið Eggert Claessen og las
hann fyrsl upp frumvarp til laga fvrir væntanlegt mál-
flutningsmannafélag, en hann bafði samið frumvarp þetta.
Síðan lýsti fundarstjóri þvi yfir, að liann mundi láta ræða
hverja einstaka grein fvrir sig og las þá fyrst upp 1. gr.
128
Tímarit lögfræðinga