Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 83

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 83
frv. Gisli Sveinsson tók til máls um grein þessa og vildi láta félagið heita lögmannafélag en eigi málflutnings- mannafélag. Lýsti liann því yfir, að hann væri hugmynd- inni um félagsstofnunina sérlega hlynntur. Eggert Claes- sen tók það fram, að hann væri hlynntur þvi nafni á félaginu, sem upp á er stungið í frv., þar sem orðið lög- maður næði eigi aðeins til málflutningsmanna, heldur einnig til annara löglærðra manna. Með atkvæðagreiðslu var samþykkt, að nafn félagsins skyldi 'vera eins og upp á er stungið í frv. Iiver einstök grein frv. var síðan lesin upp, rædd og lienni brevtt, ef það var samþjdtkt, og voru breytingarnar allar, sem samþykktar voru, jafnótt skráð- ar inn i uppkast það, sem Eggert Claessen lagði fram. Að því búnu var frv. borið undir atkvæði og samþvkkt í heild sinni með áorðnum breytingum. I stjórn félags- ins voru kosnir: Eggert Claessen með 12 atkv., Oddur Gísláson með 8 atkv. og Sveinn Björnsson með 7 atkv. Sem endurskoðendur voru kosnir Magnús Sigurðsson og Lárus Fjeldsted. Ákveðið var að ávaxta sjóð félagsins i Landsbankanum. Þá lagði Sv. Björnsson fram frv. til málflutningsmanna- taxta og hafði hann samið taxtann, en kvað „svstemið" að nokkru danskt. Lagði hann til að nefnd væri falið að fjalla um taxann, og voru í þessa nefnd kosnir þeir Gísli Sveinsson með 9 atkv., Magnús Sigurðsson með 9 atkv.. Oddur Gíslason með 8 atkv., Sveinn Björnsson með 8 atkv. og Eggert Claessen með 7 atkv. Fundi frestað til mánudags 11. des. þ. á. á sama stað kl. 9 síðd. — Fundarbók lesin og samþykkt. Oddur Gíslason. Magnús Guðmundsson. Ár 1911, hinn 11. desbr., var fundinum haldið áfram á tilsettum tíma. Fundinn setti Oddur Gíslason og tók þá fyrst til máls Eggert Claessen og benti á, að í 12. gr. Tímarit lögfræðinga 129

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.