Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 84
laganna væri, eins og tilætlunin var að liafa þau, óljós
ákvæði, að því er snerti það að væntanlegur taxti yrði
aðeins mínimum taxti og var orðalaginu breytt þannig,
að eigi gat verið vafi á, að svo yrði.
Þvi næst var útbýtt taxta fvrir meðlimi félagsins, en
frv. þetta hafði nefnd sú búið til, sem til þess var kosin
á síðasta fundi. Gerði Gísli Sveinsson grein fyrir taxta-
frv. Einar Arnórsson tók þvi næst til máls og hafði ýmis-
legt út á taxtann að setja, sérstaklega, að honum þætti
bann of lágur. Eggert Claessen andmælti því og urðu
síðan allmiklar umræður um ýms atriði, en gjaldskráin
var síðan samþykkt lið fyrir lið með þeim brevtingum,
sem á henni voru samþykktar. Voru breytingarnar skráð-
ar jafnóðum i 2 hinna útbýttu eintaka og var gjald-
skráin síðan samþykkt i heild sinni. Aulc þeirra, sem
mættir voru á síðasta fundi, voru mættir: Axel Túliníus,
Guðmundur Sveinbjörnsson og Sigurður Lýðsson, en af
þeim, sem mættu á síðasta fundi mættu eigi á þessum
Guðmundur Ólafsson, Oddur Hermannsson, Ari Jónsson,
Einar Jónasson og Kristján Linnet. Á hvorugum fund-
inum mættu Jón Kristjánsson, Magnús Arnbjarnarson,
Hannes Thorsteinsson og Vigfús Einarasson. Fundarbók
lesin og samþykkt. — Fundi slitið.
Oddur Gíslason.
Magnús Guðmundsson.“
Um starfssvið félagsins og markmið bera tvær fyrstu
greinar félagslaganna vitni. Þær hljóða þannig:
„1. gr. Nafn félagsins er: „Málflutningsmannafélag
Islands“. Heimili þess er í Reykjavik.
Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna málflutn-
ingsmanna, efla góða samvinnu milli þeirra og stuðla
til þess, að þeir fylgi sömu reglum um borgun fyrir
störf sín.
2. gr. Til þess að geta orðið meðlimur félagsins, verða
130
Timaril löf/frædinya