Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1972, Page 29

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1972, Page 29
fyrstu örorkumötin, sem fram koma, eru aðeins höfð til hliðsjónar, en því fer fjarri, að þau séu lögð til grund- vallar. Smám saman breytist þetta, og s.l. aldarfjórðung má segja, að það sé orðin almenn regla, að örorkumöt séu lögð til grundvallar i dómum, nema eitthvað sérstakt komi til, sem þó heyrir til algjörra undantekninga. Það eru sjálfsagt skiptar skoðanir um það, hvort þessi þróun hafi að öllu leyti horft til framfara. Ég fyrir mitt leyti tel, að svo hafi ekki orðið að ýmsu leyti. Mér hefur virzt, að margt mætti með gildum rökum gagnrýna í sam- bandi við örorkumöt og í sumum greinum væri róttækra breytinga þörf. Koma þar bæði til atriði við framkvæmd örorkumats og atriði, er varða beitingu þess sem sönn- unargagns í dómsmálum. Vil ég nú í stuttu máli víkja að því lielzta, sem í þessum efnum mætti færa til betri vegar að mínum dómi. Framkvæmd örorkumats. Framkvæmd örorkumats er að sjálfsögðu eingöngu á færi lækna, og má ætla, að nauðsyn sé á sérnámi læknis til að annast alhliða örorkumöt. Hin fyrstu örorkumöt, sem fram koma í dómum hér á landi, virðast hafa verið framkvæmd af hverjum þeim lækni, sem nærtækastur var, t. d. héraðslækni. Fljótlega er þó farið að leita til trygg- ingayfirlæknis, fyrst að því er virðist til endurskoðunar á mötum annarra lækna, en síðan til að framkvæma mötin á eindæmi sitt. Alllengi komu þó fleiri læknar hér við sögu, en á síðustu árum hefur þó tryggingayfirlæknir framkvæmt langflest örorkumöt, sem fram hafa komið. Örorkumöt frá öðrum læknum eru helzt þannig til komin, að þeir hafa sem sérfræðingar haft sjúkling til meðferðar allt frá slysdegi til þess tima, er örorkumat fer fram. En örorkumöt þannig til komin heyra þó til undantekninga. Ég tel það misráðið, að einn og sami læknir sé allsráð- andi um örorkumöt, og óviðunandi, að sá læknir sé jafn- framt embættislæknir hjá Tryggingastofnun ríkisins. Það Timarit lögfræðinga 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.