Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1972, Page 32

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1972, Page 32
og afleiðingar þeirra á grundvelli læknisfræðilegra örorku- taflna, getur ekki orðið rétt og einhlit mynd af hinni rauverulegu örorku, heldur einungis tilgert, læknisfræði- legt mat að meira eða minna leyti óraunhæft. Örorkumöt eru hér yfirleitt í mjög hefðbundnu formi. I upphafi er greint frá nafni slasaða, fæðingardegi og ári og heimili. Þá er venja að rekja i örstuttu máli atvik að slysinu. Þá er rakin sjúkrasaga slasaða frá slysdegi til þess tíma, er örorkan er metin. Er þetta gert með því að greina orðrétt læknisvottorð þau, er fyrir liggja, hver læknir á hlut að hverju vottorði og hvenær það er dag- sett. Oft mun læknir sá, er matið framkvæmir, hlutast til um frekari rannsókn á slasaða, t. d. með því að senda hann í röntgenmyndatöku eða til sérfræðings. Að lokum kemur ályktun læknisins, sem matið framkvæmir. Eru þar dregin saman i stutt mál helztu atriði, sem fram hafa komið í forsendum matsins: aldur, starf, slysdagur og slysvettvangur, lýsing á meiðslum og afleiðingum þeirra, þ. mt. kvartanir slasaða, óþægindi, lýti, hjálpartæki, sem hann muni notast við framvegis, svo og batahorfur. Þá er og getið þess, hve lengi slasaði var frá vinnu vegna slyss. Þeirra upplýsinga er þó oft getið fyrr í matinu. Síðan kenmr niðurstaðan: örorkan. Ég hef séð fjölmörg örorkumöt og kynnt mér mörg þeirra gaumgæfilega. Hefur mér yfirleitt virzt, að örorka væri hér metin á mjög almennan mælikvarða. Sú skoðun kemur heim við þá staðreynd, að örorkumötin reynast oft vera víðs fjarri veruleikanum og fara alveg í berhögg við upplýsingar, sem voru óyggjandi og til staðar við framkvæmd mats. Þessa skoðun styrkir og það, að í ör- orkumötum finnast aldrei hugleiðingar um þýðingu ein- stakra atriða, er varða hagi tjónþola og ættu að vera fallin til að hafa álirif á örorkumatið in concreto. flr því að slíkra sérstakra forsendna sér hvergi stað í örorkumati, er nærtækust sú ályktun, að þau hafi alls ekki komið til álita. Ég tel, að örorkumöt, sem eru þannig almenns eðlis 66 Tímarit lögfræ&inga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.