Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1972, Page 51

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1972, Page 51
2. Með ákvæðum þessarar greinar skal þá í engu rask- að ákvæðum 2. gr. nema þegar um mannsbana er að ræða vegna löglegra hernaðaraðgerða, né heldur á- kvæðum 3. gr., 4. gr. (1. málsgr.) og 7. gr. 3. Hver sá samningsaðili, sem notfærir sér þennan rétt til takmörkunar, skal láta aðalritara Evrópuráðsins íá fulla vitneskju um þær ráðstafanir, sem gerðar hafa ver- ið, og ástæður fyrir þeim. Einnig skal hann tilkynna að- alritara Evrópuráðsins þegar slíkum ráðstöfunum er lok- ið og ákvæðum samningsins er enn á ný framfylgt að fullu.“ Reyndin hefur því miður orðið sú, að ýmsar þjóðir hafa talið sig þurfa að grípa til greindra undantekning- arákvæða, þar á meðal 15. gr. Má þar nefna hin svonefndu Grikklandsmál, sem alkunn eru. Tyrkland hefur og notað heimild 15. gr. tímabundið víða í landinu og ger- ir enn. Þá hefur brezka stjórnin notað heimildina í Norður—Irlandi og gerir cnn. Stjórn írska lýðveldisins svo og bæði félagasamtök og einstaklingar, hafa kært brezku stjórnina af þessu tilefni og eru þau mál nú til meðferðar hjá nefndinni. VI. Hér að framan hefur verið gerð nokkur grein fyrir skilyrðum þess, að nefndin taki mál til efnismeðferðar. Á þvi sviði starfar nefndin nánast sem dómstóll. Erindi, sem nefndin liefur vísað frá fer ekki lengra, því að mál- ið hefur þá fengið lokaúrslit. Möguleiki er þó til endur- upptöku, ef ný gögn, er verulegu máli skipta, hafa kom- ið fram. Telji nefndin mál tækt, hefur og verið talið, uð um lokaorð væri að ræða. Þótt mál hafi verið talið tækt, getur nefndin þó vísað því frá síðar, eftir nánari rannsókn, en til þess þarf ein- róma samþykki hennar. Venjulegur gangur máls er sá, að fyrst er því vísað Tímarit lögfræðinga 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.