Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Síða 8
hann því embætti til dánardags. Ljóst er af því, sem hér hefur verið rakið,
að Valdimar hefur haft með höndum hin ábyrgðarmestu störf á sínu sviði,
og er það samróma álit þeirra, sem til þekkja, að hann hafi rækt þau öll af
mikilli alúð og vandvirkni. Starf saksóknara var nýmæli hér á landi og því
mikils um vert, hvernig það mótaðist. Valdimar fór því til Danmerkur og e.t.v.
víðar til þess að kynna sér framkvæmd málanna þar. Kom það, ásamt fyrri
reynsiu og eðlisJ<ostum hans sjálfs, að góðu haldi.
Þeim, sem fer með ákæruvaldið, er mikill vandi á höndum. Annars vegar
ber þess að gæta, að lög og réttur sé í heiðri höfð, en hins vegar, að menn
séu ekki eltir með tilefnislitlum eða tilefnislausum ákærum. Má þá og minna
á það, sem almenningur gerir sér oft ekki Ijóst, að ákæruvaldinu ber að
sanna sök sakbornings, og veltur því afstaða ákæruvalds oftsinnis á mati
sönnunargagna. Þar verður oft mjótt mundangshófið, en eigi má gleyma því,
að það er hlutverk ákæruvalds að ákæra, ef gögn málsins verða talin nægi-
leg eða líkleg til sakfellis, en dómstólanna að skera úr vafanum. Valdimar
Stefánsson var svo fær og vammlaus maður, að ekki verður með neinum
rökum sagt, að hann hafi misbeitt ákæruvaldinu, og mun það samdóma álit
allra, er til þekkja.
Auk aðalstarfa hlóðust á Valdimar ýmis önnur störf. Hann var t. d. varafor-
maður Siglingadóms, og varasáttasemjari í vinnudeilum um tíma. Á meðan
hann var sakadómari, var hann og stundum varadómari í Hæstarétti. Honum
var falið að athuga endurbætur á fangelsismálum hér á landi og kom þar
fram með margar gagnlegar tillögur. sem væntanlega komast smám saman
í framkvæmd. Hann hafði um árabil á hendi kennslu í refsirétti í lagadeild
háskólans, var stórmeistari Frímúrarareglunnar á Islandi o. fl. mætti telja.
Valdimar var höfðinglegur maður að ytra útliti, fremur hæglátur og hlé-
drægur í framkomu, en fastur fyrir og skörulegur, ef því var að skipta. Undir-
menn hans lofa hann sem reglusaman og skilningsríkan húsbónda. i sam-
starfi var hann lipur og góðgjarn. Vinum hans og kunningjum ber og saman
um, að hann hafi verið vinur vina sinna, hófstilltur og hvers manns hugljúfi.
Árið 1936 kvæntist Valdimar Ástu Júlíu Andrésdóttur kaupmanns, er lengi
verzlaði á Hverfisgötu hér í borginni, Pálssonar og konu hans Ágústu Pét-
ursdóttur. Minnast margir eldri Reykvíkingar þeirra hjóna að góðu einu.
Það mun mála sannast, að Valdimar var mjög tengdur Eyjafirði í hug og
hjarta, þótt hann túlkaði þær tilfinninoar sínar ekki á sama hátt og systkini
hans — Davíð og Guðrún. Engu að síður festi hann hér rætur og vann ævi-
starf sitt. Frú Ásta á vissulega sinn þátt í því, hve vel tókst til í þeim efnum,
enda er hún kona sköruleg og hjartahlý bæði utan heimilis og innan, traust
og góðviljuð. Átti Valdimar gott athvarf hiá henni ef útaf bar.
Börn þeirra Ástu og Valdimars eru tvö: Andrés sýslumaður í Strandasýslu,
kvæntur Katrínu Helgu Karlsdóttur, og Ragnheiður gift Hannesi Hafstein lög-
fræðingi og deildarstjóra í utanríkisráðuneytinu.
Það hefur löngum verið siður að draga saman í fáum orðum það, sem
manni verður efst í huga við andlát vinar og samverkamanns. Eru þá stund-
um notuð nokkuð útþvæld orð, sem engu að síður halda glldi sínu, og svo
verður hér. Er ég rifja upp minningu mína um Valdimar Stefánsson leita á
hugann orðin: „Eftir lifir mannorð mætt, þótt maður deyi.“
Theodór B. Líndal
6