Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 9

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 9
Dr. Heribert Golsong: LAGASTARF EVRÓPURÁÐSINS 1. Evrópuráðið var stofnað með sáttmála, sem undirritaður var í London 5. maí 1949 af fulltrúum 10 ríkja. Það er því elzta Evrópu- stofnunin og sú þeirra, sem flest ríki standa að. Eru aðildarríkin nú 17: Austurríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, Irland, Island, Ítalía, Kýpur, Lúxemborg, Malta, Noregur, Sviss, Svíþjóð, Tyrkland og Vestur-Þýzkaland. 1 1. gr. stofnskrár Evrópu- ráðsins er tilgangi þess lýst með þessum orðum: (a) Markmið Evrópuráðsins er að koma á nánari einingu meðal þátttökuríkja þess, í því skyni að vernda og koma í fram- kvæmd þeim hugsjónum og meginreglum, sem eru sameigin- leg arfleifð þeirra, svo og til þess að stuðla að framförum á sviði efnahags- og félagsmála. (b) Unnið skal að markmiði þessu innan ráðsins með umræðum um þau mál, sem sameiginlega þýðingu hafa, og með samn- ingum og sameiginlegum aðgerðum á sviði efnahags- og fé- lagsmála, menningarmála og vísinda-, laga- og stjórnarfars- mála og með varðveizlu og frekari framkvæmd mannréttinda og grundvallarfrelsishugsj óna. 2. Markmiði Evrópuráðsins er nánar lýst í „Starfsáætlun um sam- vinnu ríkisstjórna“ aðildarríkjanna, en þar segir að vinna skuli að: „samræmingu löggjafar aðildarríkjanna í þeim tilgangi að ná markmiðum þeim, sem lýst er í stofnskrá Evrópuráðsins; traustari lagaframkvæmd í skiptum milli aðildarríkja og því jafnrétti, sem frekast verður náð, milli borgara aðildarríkis, sem dvelst í öðru aðildarríki, og þegna dvalarlandsins; við- ræðum um undirbúning löggjafar; samvinnu um slíkan undir- búning; svo og sameiginlegum ráðstöfunum til að koma í veg fyrir afbrot og varðandi meðferð brotamanna.“ 7

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.