Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Page 12
fyrir þjáningar dýra, sem flutt eru lifandi landa í milli. Kraf- izt er dýralæknisskoðunar til að ganga úr skugga um, hvort dýrin þoli flutninga, og til að rannsaka sjúkdóma og áverka, sem upp koma í flutningunum. Þá eru í samþykktinni reglur um aðbúnað dýra í flutningum með járnbrautum, bifreiðum, skipum og flugvélum. Sérstakar reglur eru um flutning hús- dýra og fleiri flokka dýra. 7. Þessu næst skulu nefndir samningar, sem af íslands hálfu hafa verið undirritaðir, en ekki fullgiltir. (a) Evrópusamningur um friðsamlega lausn ágreiningsmála. Með samningnum skuldbinda aðildarríkin sig til að leggja réttar- ágreining sín í milli fyrir alþjóðadómstólinn. Er vert að geta þess, að það var í samræmi við þennan samning, sem Norður- sjávardeilunni (Danmörk og Holland gegn Vestur-Þýzkalandi) var skotið til alþjóðadómstólsins. Allar deilur, sem ekki snúast um réttarágreining, má leggja til sátta eða í gerð. Þó gilda ákvæði samningsins ekki um ágreining um atriði, sem eftir alþjóðalögum eru að öllu leyti undir lögsögu einstakra ríkja. (b) Evrópusamningur um þegnréttarstöðu (European Convention on Establishment). Með þessum samningi skuldbinda aðildarríkin sig til að veita þegnum annarra aðildarríkja jafnrétti í þeim mæli, sem unnt er. 1 fyrsta hluta samþykktarinnar er fjallað um skilyrði varð- andi búferlaflutning, búsetu og brottvísun þegna aðildarríkja. Frávik frá jafnréttisreglunni eru aðeins heimiluð af ástæðum, sem varða góða siði og allsherjarreglu, öryggismál eða heil- brigðismál. 1 öðrum hluta samningsins er fjallað um trygging- arráðstafanir dómstóla og stjórnvalda, en ráðstafanir þessar eiga að veita fulla vernd réttindum á sviði persónu- og eignar- réttar, svo og öðrum réttindum og hagsmunum. önnur ákvæði í þessum hluta samningsins varða launaða vinnu og atvinnu- starfsemi, aðgang að menntastofnunum, skattlagningu, þegn- skyldustörf, eignarnám og veitingu ríkisborgararéttar. Ríki geta gert fyrirvara um launaða vinnu, sé það til að gæta hags- muna eigin þegna og brýnar efnahagslegar eða félagslegar ástæður eru til að víkja frá jafnréttisreglunni: Slíkir fyrirvar- ar verða þó ekki gerðir að því er varðar menn, sem haft hafa launaða vinnu í viðkomandi ríki í 5 ár, haft hafa þar löglega búsetu í samfleytt 10 ár eða hafa fengið óafturkallanlegt dval- arleyfi. — f þriðja hluta samningsins er mælt fyrir um stofn- 10

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.