Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Síða 12
fyrir þjáningar dýra, sem flutt eru lifandi landa í milli. Kraf- izt er dýralæknisskoðunar til að ganga úr skugga um, hvort dýrin þoli flutninga, og til að rannsaka sjúkdóma og áverka, sem upp koma í flutningunum. Þá eru í samþykktinni reglur um aðbúnað dýra í flutningum með járnbrautum, bifreiðum, skipum og flugvélum. Sérstakar reglur eru um flutning hús- dýra og fleiri flokka dýra. 7. Þessu næst skulu nefndir samningar, sem af íslands hálfu hafa verið undirritaðir, en ekki fullgiltir. (a) Evrópusamningur um friðsamlega lausn ágreiningsmála. Með samningnum skuldbinda aðildarríkin sig til að leggja réttar- ágreining sín í milli fyrir alþjóðadómstólinn. Er vert að geta þess, að það var í samræmi við þennan samning, sem Norður- sjávardeilunni (Danmörk og Holland gegn Vestur-Þýzkalandi) var skotið til alþjóðadómstólsins. Allar deilur, sem ekki snúast um réttarágreining, má leggja til sátta eða í gerð. Þó gilda ákvæði samningsins ekki um ágreining um atriði, sem eftir alþjóðalögum eru að öllu leyti undir lögsögu einstakra ríkja. (b) Evrópusamningur um þegnréttarstöðu (European Convention on Establishment). Með þessum samningi skuldbinda aðildarríkin sig til að veita þegnum annarra aðildarríkja jafnrétti í þeim mæli, sem unnt er. 1 fyrsta hluta samþykktarinnar er fjallað um skilyrði varð- andi búferlaflutning, búsetu og brottvísun þegna aðildarríkja. Frávik frá jafnréttisreglunni eru aðeins heimiluð af ástæðum, sem varða góða siði og allsherjarreglu, öryggismál eða heil- brigðismál. 1 öðrum hluta samningsins er fjallað um trygging- arráðstafanir dómstóla og stjórnvalda, en ráðstafanir þessar eiga að veita fulla vernd réttindum á sviði persónu- og eignar- réttar, svo og öðrum réttindum og hagsmunum. önnur ákvæði í þessum hluta samningsins varða launaða vinnu og atvinnu- starfsemi, aðgang að menntastofnunum, skattlagningu, þegn- skyldustörf, eignarnám og veitingu ríkisborgararéttar. Ríki geta gert fyrirvara um launaða vinnu, sé það til að gæta hags- muna eigin þegna og brýnar efnahagslegar eða félagslegar ástæður eru til að víkja frá jafnréttisreglunni: Slíkir fyrirvar- ar verða þó ekki gerðir að því er varðar menn, sem haft hafa launaða vinnu í viðkomandi ríki í 5 ár, haft hafa þar löglega búsetu í samfleytt 10 ár eða hafa fengið óafturkallanlegt dval- arleyfi. — f þriðja hluta samningsins er mælt fyrir um stofn- 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.