Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Page 16
Helgi V. Jónsson, borgarendurskoðandi: RÉTTARFAR í SKATTAMÁLUM Þar sem orðið skattur er ákaflega víðtækt orð og nær til flestra tekjustofna hins opinbera, væri of langt gengið að ætla sér að lýsa í erindi þessu þeim reglum, sem gilda um meðferð hvers konar skatta- mála, enda ekki til þess ætlazt. Ég mun því takmarka mig við lögin um tekjuskatt og eignarskatt nr. 68/1971 með áorðnum breytingum skv. lögum nr. 7/1972 og lögin um tekjustofna sveitarfélaga nr. 8/1972. Þeir skattar, sem teknir verða til meðferðar, eru því tekjuskattur, eign- arskattur, útsvör, aðstöðugjald og fasteignaskattur. Greina verður milli meðferðar skattamála hjá skattayfirvöldum og dómstólum. Ákvörðun skattayfirvalda í skattamáli er stjórnsýslu- ákvörðun og verður því að hlíta þeim sérstöku reglum, sem þar um gilda. Verður meðferð skattayfirvalda á skattamálum fyrst og fremst gerð skil í erindi þessu og einkum fjallað um tekju- og eignarskatt. Álagning skattstjóra. Varðandi alla framantalda skatta, að undanskildum fasteignaskatti, gildir sú aðalregla, að skattayfirvöld skuli leggja skattframtöl skatt- greiðenda til grundvallar álagningu skatta þessara. Samkvæmt 37. gr. laga nr. 68/1971* skal skattstjóri þó leiðrétta auglj ósar reikningsskekkj- ur í framtali, svo og einstaka liði, ef þeir eru í ósamræmi við gildandi lög og fyrirmæli. Þessar breytingar má skattstjóri gera án þess að gera skattþegni viðvart. 1 þessu felst, að skattstjóri má leiðrétta samlagn- ingu framtals, hvort sem það hefur í för með sér hækkun eða lækkun á hreinum tekjum eða eignum, og skattstjóri getur strikað út gjöld eða frádráttarliði, sem skattþegn hefur fært til frádráttar á skatt- skýrslu sinni. Sem dæmi má nefna, ef skattþegn hefur fært til frá- dráttar tekjuskatt, greidda húsaleigu o. s. frv. Enn fremur er skatt- * Með 7. gr. laga nr. 60/1973 er orðalagi þessa ákvæðis breytt, en það breytir engu, sem máli skiptir í greininni. 14

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.