Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Síða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Síða 20
úrskurðir séu rökstuddir eins og dómar í einkamálum. Ætti að vera nægilegt að tilgreind séu kæruatriði og þær skattaheimildir, sem skatt- stjóri úrskurðar eftir. Kæra til ríkisskattanefndar. Vilji skattþegn ekki sætta sig við úrskurð skattstjóra, getur hann skv. 41. gr. laga nr. 68/1971, eins og henni hefur verið breytt með 15. gr. laga nr. 7/1972, skotið úrskurði skattstjóra til ríkisskatta- nefndar. Ríkisskattanefnd var stofnuð með lögum nr. 20/1932. Skyldi hún skipuð 3 mönnum og 3 til vara. Samkvæmt 4. gr. laganna skyldi ríkis- skattanefnd, auk þess að vera kærustig, hafa eftirlit með störfum skattanefnda, skattstjóra og yfirskattanefnda (en þær voru lagðar niður 1962) og samræma skattaframtöl og skattaákvörðun í hinum einstöku skattaumdæmum. Skyldu nefndarmenn, eða þeir er nefndin kveddi til, ferðast um milli skattanefnda og yfirskattanefnda í þessu skyni, þegar ástæða þætti til, og yfirleitt leiðbeina um allt, er að skattaákvörðun og skattaframtali lyti. Nefndin skyldi yfirfara skatt- skrár og framtalsskýrslur, og hún gat af eigin hvötum rannsakað hvert það atriði, sem framkvæmd skattalaga varðaði. Nefndin gat af sjálfsdáðum breytt ályktunum skattanefnda og yfirskattanefnda, þó að ekki hefði verið kært. Sést af þessari lýsingu, að ríkisskattanefndin, sem skipuð var af fjármálaráðherra, hefur verið stjórnsýsluaðili, en ekki dómstóll. Hélzt þetta starfssvið ríkisskattanefndar nær óbreytt til ársins 1962, en með lögum nr. 70/1962 var sú breyting gerð, að embætti ríkisskattstjóra var stofnað. Voru þá ýmis þau verkefni ríkisskattanefndar, sem upp voru talin, falin ríkisskattstjóra. Hann varð jafnframt formaður ríkisskattanefndar, en aðrir nefndarmenn skyldu eins og áður skipaðir af fjármálaráðherra. Eftir lagabreyting- una 1962 voru verkefni ríkisskattanefndarinnar að úrskurða kærur, sem sendar voru til hennar, og fjalla um mál, sem ríkisskattstj óri sá ástæðu til að leggja fyrir hana, þó að ekki hefðu verið kærð. Voru slík mál fyrst og fremst umsóknir skattþegna um ívilnun skv. 52. gr. laganna eða mál vegna of seint fram kominna framtala. Við tilkomu rannsóknardeildar ríkisskattstjóra bættust álagningastörf vegna skatt- svikamála við verkefni nefndarinnar. Jafnframt þessu hefur ríkis- skattanefnd framkvæmt skattmöt, t. d. mat á búpeningi, skattmat tekna af landbúnaði, ýmis konar hlunnindamöt, svo sem á fæði og hús- næði, fatnaði, eigin húsaleigu og námskostnaði. 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.