Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 23
í 4. mgr. er tekið fram, að hafi ríkisskattstjóri kært úrskurð skatt- stjóra, sbr. 2. mgr., skuli ríkisskattanefnd senda skattþegni afrit af kæru og gefa honum kost á, innan hæfilegs frests, að koma fram með andsvör sín og gögn. Að öðru leyti virðist aðalreglan vera sú, að ekki sé skylt að gefa kæranda kost á að kynna sér kröfur og greinargerð ríkisskattstjóra. Gerður er greinarmunur á venjulegri kærumeðferð og sérstakri kærumeðferð. Hin venjulega kærumeðferð er sú, að ríkisskattanefndin byggir úrskurð sinn á kæru skattþegnsins með þeim gögnum, sem henni kunna að fylgja og kröfu- og greinargerð ríkisskattstjóra. Til þess að kynna sér umsögn ríkisskattstjóra um málið, verður því kærandinn að óska eftir hinni sérstöku kærumeðferð, en skv. 6. mgr. 41. gr. getur hann krafizt þess, að hann eða umboðsmaður hans með skriflegu umboði fái að flytja mál sitt fyrir ríkisskattanefnd. Hin venjulega kærumeðferð hlýtur að teljast óeðlileg og ekki sam- rýmanleg hinu almenna réttarfari. Hefði ég talið að kynna ætti kær- anda kröfur og greinargerð ríkisskattstj óra til að tryggja, að sjónar- mið beggja komi sem bezt fram. Án þessara gagna getur verið erfitt fyrir kæranda að gera það upp við sig, hvort hann sjái ástæðu til að krefjast sérstakrar kærumeðferðar. Að þessu óbreyttu hlýtur t. d. lögmaður, sem áfrýjað hefur skattkæru, yfirleitt að óska sérstakrar kærumeðferðar til að tryggja sem bezt að öll rök komi fram. Kærendur eru í yfirgnæfandi meirihluta hinn almenni skattþegn, sem er ókunn- ugur hinum ýmsu skattareglum og skattaframkvæmd. Verður því að segja, að leikurinn hljóti að vera ójafn, þegar litið er til málsaðila, hins almenna skattþegns og ríkisskattstjóra, sem rannsakað getur kröfur hans og komið að kröfum sínum og kunnáttu í skattamálum. Krefjist skattþegn þess hins vegar að fá að flytja mál sitt fyrir ríkisskattanefnd, eða ríkisskattanefnd ákveður skv. heimild í 6. mgr. laganna, að sérstakur málflutningur skuli fara fram, vegna þess að málið sé flókið eða hafi að geyma vandasöm lögfræðileg úrlausnarefni, skulu um málflutninginn gilda almennar reglur um málflutning fyrir héraðsdómi, eftir því sem við á. Eins og í eldri lögum er gert ráð fyrir því, að aðalreglan sé sú, að málflutningur sé skriflegur, en nefnd- in getur leyft munnlegan málflutning. Skv. 6. mgr. 41. gr. þarf umboðsmaður kæranda, sem krefst þess að fá að flytja mál sitt fyrir nefndinni, að sýna skriflegt umboð, en varla tel ég, að sú krafa verði gerð til lögmanna, sem skv. lögum um málflytjendur nr. 61/1942 4. gr. teljast hafa umboð til að sækja dóm- þing fyrir aðila, nema annað sé sannað. 21

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.