Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 29
þessu tilviki getur því kæra frestað innheimtu, en þó aðeins á kæru- stigi skattstjóra. Önnur lög 1 lögum um önnur gjöld eða skatta, sem skattstjóri leggur á, gilda yfirleitt svipuð ákvæði um kærumeðferð og í lögunum um tekjuskatt og eignarskatt, eða vísað er til þeirra. Gefst ekki tími til að rekja þau ákvæði nánar. En í þessu sambandi skal bent á bollaleggingar héraðs- dómara í Hrd. XXXVII bls. 537 um, hvort unnt sé að beita ákvæðum laga um tekjuskatt og eignarskatt um önnur gjöld, sem byggð eru á framtölum, ef ákvæði vantar í lög, sem um þau gjöld gilda. Þá skal nefnt, að ákvæði laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 8/1972 eru afar ófullkomin um þetta efni. Er eina ákvæðið að finna í 33. gr., sem kveður á um kærurétt sveitarstjórnar, auk almenns ákvæðis í 24. gr. um, að ákvæði V—VIII kafla laga nr. 68/1971 skuli gilda um út- svör eftir því sem við á. I 23. gr. reglugerðar nr. 118/1972 er þó bætt úr þessu. Hins vegar eru engin ákvæði í lögunum um, hvernig kæra skuli aðstöðugjöld, og virðist það hafa gleymzt við setningu laganna. Þá vantar einnig ákvæði um hvernig fara skuli með kærur út af álagningu fasteignaskatts skv. II. kafla laga nr. 8/1972, nema að því er varðar gjaldskyldu og gjaldstofn, en skv. 4. gr. laganna sker yfir- fasteignamatsnefnd úr þeim ágreiningi. Væntanlega mætti skjóta úr- skurði hennar til fjármálaráðherra. Þá er tekið fram í lögunum, að úrskurðum nefndarinnar megi skjóta til dómstóla. I framkvæmd munu sveitarstjórnir hafa úrskurðað kærur út af röngum útreikningi fast- eignaskatts sjálfar, án nokkurs sérstaks kærufrests. Meðferð dómstóla Mál berast dómstólunum ýmist þannig, að krafizt er lögtaks fyrir álögðum ógreiddum gjöldum skv. 1. gr. laga nr. 29/1885, og fer málið þá fyrir fógetarétt, eða að skattþegn leitar réttar síns fyrir hinum almennu dómstólum til endurgreiðslu á ofgreiddum sköttum. Eins og áður er tekið fram, skera dómstólar úr, hvort skattyfirvöld hafi ákveðið skattstofn innan marka laga og hvort viðkomandi skatt- þegn sé skattskyldur. Ef ágreiningur er um skattstofn, verður því dómarinn að fá öll gögn um, hvernig hann er ákvarðaður af skattayfirvöldum. I þessu sambandi skal bent á Hrd. XXXV bls. 122, en í því máli kom fram, að ríkisskatta- nefnd hafði tekið upp álagningu stóreignaskatts með hliðsjón af dómi, sem gengið hafði í Hæstarétti. Úrskurður fógeta, sem heimilaði lögtak, 27

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.