Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Qupperneq 30

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Qupperneq 30
var ómerktur, þar sem Hæstiréttur taldi, að málatilbúnaður hefði ekki fullnægt 105. gr., sbr. 223. gr. laga 85/1936. Taldi Hæstiréttur m. a. að leggja hefði átt fram í dóminn eigi síðar en með greinargerð inn- heimtumanns ríkissjóðs, og áður en greinargerð af hálfu gerðarþola kom til sögu, fullkomin afrit af stóreignaskattsframtali gerðarþola, upphaflegri skattálagningu, kærum gerðarþola til skattstjóra og ríkis- skattanefndar og úrskurðum þeirra til breytinga á skattinum. Dómstólar dæma efnislega í málum, þó að ekki hafi verið notuð kæru- leið skattalaganna. Um þetta var deilt í máli, sem er að finna í Hrd. XXIV bls. 142. í því máli hafði stóreignaskattur verið lagður á við- skiptarvild í fyrirtæki, og vildi stefnandi málsins, þ. e. skattþegninn, ekki una því. Stefndi, ríkissjóður, bar fyrir sig, að þetta atriði hefði ekki verið kært til skattyfirvalda og hefði stefnandi því firrt sig rétti til að bera það undir dómstóla. Segir í dómnum, að eins og málum sé háttað, þyki stefnandi þó ekki hafa firrt sig rétti til að bera málið undir dómstóla. 1 Hrd. XXIX bls. 754 var það ekki talið málssókn til fyrirstöðu, að ríkisskattanefnd hafði ekki fjallað um skattkæru vegna stóreigna- skatts. I Hrd. XLII bls. 454 út af söluskatti var stefnandi hins vegar talinn hafa firrt sig rétti til að krefjast fyrir dómi endurgreiðslu á sölu- skatti, sem hann hafði ekki kært til ríkisskattanefndar. Segir í for- sendum undirréttardómsins, sem staðfestur var í Hæstarétti, að telja verði almenna reglu, að því aðeins sé notkun á heimild til stjórnvalds- kæru skilyrði málshöfðunar, að það sé ótvírætt gefið í skyn í lögum. Ákvæði þetta um söluskatt sé að finna í 14. gr. laga nr. 10/1960, sbr. 13. gr. sömu laga. Ríkissjóður og aðrir gjaldkrefjendur geta einnig leitað eftir úrskurði dómstóla, ef þeir eru ekki sáttir við ákvarðanir skattyfirvalda. í Hrd. XXX bls. 588 hafði ríkisskattanefnd fellt niður útsvar á gjaldanda. Sveitarfélagið vildi ekki sætta sig við úrskurð ríkisskatta- nefndar og krafðist lögtaks fyrir fógetarétti. Krafizt var frávísunar málsins frá fógetarétti af hálfu gerðarþola, þar sem útsvarið hafði ver- ið fellt niður af ríkisskattanefnd, en fógeti tók frávísunai’kröfuna ekki til greina. Hæstiréttur hratt úrskurði fógetaréttar og taldi ekki unnt að bera undir fógetadóm, hvort ríkisskattanefnd fór að lögum. Að lokum skal það nefnt, að sakadómur getur fengið skattamál til meðferðar, og vísast í því sambandi til :50. og 48. gr. laga 68/1971. Má búast við, að málum þessum fari fjölgandi. Bent skal á Hrd. XXXIX bls. 555 og XLI bls. 834. 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.