Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Síða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Síða 47
fyrir hvern dag, sem skil hafa dregizt, þó aldrei hærri en 15%.1!)) g) Skattþegn sendir framtal með kæru til skattstjóra, og skal þá bæta við 20%. Sé framtal með kæru sent til ríkisskattanefndar, er álagið 25%. 3) Hvað greinir álag skv. 47. gr. frá refsingum? Álag skv. 47. gr. er sú tegund viðurlaga eftir VII. kafla, er fjærst stendur refsihugtakinu í tæknilegum lagaskilningi. Má þó minna á það, sem áður sagði um þetta atriði í III., 4). a) Meginreglan er sú, að refsingar séu ákvarðaðar af dómstólum. Þetta atriði sker þó ekki úr, því að alloft ber við í refsilöggjöfinni, að slík ákvörðun sé í höndum stjórnsýsluhafa.20) Álag skv. 47. gr. er ákvarðað af stjórnsýsluaðila, þ. e. skattstjóra, en skattþegn á þess engan kost að fá úrlausn dómstóla um þetta atriði, svo sem er skv. 6. mgr. 48. gr. En skotið getur hann málinu til ríkisskattanefndar. Ríkisskattanefnd líkist að ýmsu dómstól, stjórnsýsludómstól. Máls- meðferð svipar til málsmeðferðar fyrir venjulegum dómi. b) Ábyrgð skv. 47. gr. þarf ekki að byggja á saknæmisgrundvelli, svo sem almennt er um refsingar, m. a. í 48. gr. 1. nr. 68/1971. Kemur það fram í 1. mgr. (Nú bætir skattþegn úr göllum ...)21) og einkum í lokamálsgrein 47. gr.: Fella má niður viðurlög skv. þessari grein, ef skattþegn færir rök að því, að honum verði eigi kennt um galla á framtali, að óviðráðanleg atvik hafi hamlað því, að hann bætti eigi (sic) úr göllum á framtali, gerði framtalsskýrslu eða hún kæmi til skila á réttum tíma. Á máli refsiréttar er hér um að ræða atvik, er tákna skort á sak- næmisskilyrðum, hlutrænar refsileysisástæður eða ómöguleika at- hafnar allt eftir því, á hvað er litið, en áhrif þeirra yrði sýkna í öllum tilvikum. Athygli er vakin á því, að atvik þessi leiða skv. 47. gr. ein- ungis til þess, að fella má niður viðurlög. Eftirtektarverð er framsetn- ing greinarinnar, þar sem álag er almennt skyldubundið, þegar til- teknar aðstæður eru fyrir hendi, en fella má þá skyldu niður skv. lokamálsgreininni. öllu eðlilegra hefði kannski verið að veita skatt- stjóra álagsheimild og greina síðan undir lokin, hvenær óheimilt væri að beita þeirri heimild. c) Viðurlög skv. 47. gr. eru bundin. Ekkert svigrúm er til mats viður- laga innan ákveðinna marka svo sem almennast er um refsingar, sbr. m. a. 70. og 74. gr. alm. hgl. um málsbætur, þyngingarástæður, refsi- lækkun o. fl. Ekki er heldur höfð hliðsjón af efnahag, sbr. 51. gr. alm. hgl. um sektir. Skattsektir skv. 48. gr. hafa að vísu nokkra sérstöðu 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.