Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 50
VI. Hlutræn og huglæg refsiskilyrði skv. 48. gr. 1) Hlutræn skilyrði. A. í 48. gr. er lögð refsing við tvenns konar brotum, og er verknaðar- lýsing þeirra tilgreind í 1. mgr. ásamt saknæmisskilyrðum: a) Röng yfirlýsing, gefin opinberu stjórnvaldi. Skýri skattþegn af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangt frá einhverju því, er máli skiptir um tekjuskatt hans eða eignarskatt, skal hann sekur um allt að tífaldri skattupphæð þeirri, sem undan var dregin, sbr. og 5. mgr. um endurtekin og stórfelld brot. Um brot á lögum um tekjustofna sveitarfélaga gildir sambærileg regla, sbr. 2. mgr. 24. gr. 1. nr. 8/1972 og 28. gr. rgj. nr. 118/1972, um útsvör. Sama er að segja um 25. gr. 1. nr. 10/1960, um söluskatt. b) Vanræksla á framtali til skatts, sbr. 35. gr. Vanræksla er því aðeins refsiverð, að skattayfirvöld hafi áætlað skatt of lágan, sbr. 2. mgr. 37. gr., og að skattþegni hafi verið reiknaður skattur að nýju skv. 2. mgr. 38. gr. Sekt má nema allt að tífaldri skattupphæð þeirri, sem áætlun var of lág við upphaflega álagningu, sbr. 28. gr. rgj. nr. 118/1972, um útsvör. Ákvæði 5. mgr. um þyngri refsingu nær einnig til þessa brots, en mun eftir eðli brotsins vart koma til framkvæmda. Ákvæði stefnt gegn ýmiss konar vanrækslu er í 26. gr. laga nr. 10/1960. B. Skýrsla eða yfirlýsing telst röng skv. 1. mgr. 48. gr., ef upplýsingar þær, sem í henni felast, eru rangfærðar, ófullnægjandi eða á annan hátt villandi.20) Getur orðið skammt á milli þeirra tveggja verknað- arlýsinga, er 48. gr. geymir. Svo mikið kann að vanta upp á, að rétti- lega sé frá framtali gengið, að það nálgist vanrækslu á framtali skv. 2. málslið 1. mgr. 48. gr. Að jafnaði er þar nokkurt sambland af rang- færslum og vanrækslu gagnstætt hreinni vanrækslu. Aðgreining þess- ara verknaðarlýsinga hefur lítið sjálfstætt gildi. Saknæmisskilyrði eru hin sömu svo og viðurlög. Fullframningarstigið er einnig sam- bærilegt, þar sem öðru brotinu er lýst sem verknaðarbroti, en hinu sem vanrækslubroti (athafnaleysisbroti). Athafnabrot þau, sem lýst er í 1. málslið, þarfnast mun meiri skýringa. Verður greinargerðin um hlutræn skilyrði því einkum við þau miðuð. C. Skýrslugjöf skv. 1. málslið þarf að vera röng varðandi eitthvað það, sem máli skiptir um tekjuskatt gjaldanda eða eignarskatt. Skýrslugjöf getur varðað útreikning tekna eða gjalda, eigna eða skulda, eða þá persónuleg atriði, svo sem framfærsluskyldu, atvinnu- ástæður og atvik þau, er greinir í 52. gr.27) Röng skýrsla um það, hvaðan tekjur stafi eða í hverju eignir séu fólgnar, er ekki refsiverð 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.