Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Qupperneq 52

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Qupperneq 52
álagning hefur fram farið eða ekki. Röng skýrsla, er felur í sér aðra ágalla, er refsilaus skv. 48. gr. Sök skattþegns á að ná til þess að koma fram rangri álagningu sér í hag og baka þannig öðrum tjón. Aðalatriðið með ákvæðinu er ekki að bera niður á röngum skýrslum út af fyrir sig, heldur þeirri háttsemi að draga fjármuni undan álagn- ingu og valda þannig tjóni fyrir ríkissjóð beinlínis og óbeint fyrir allan almenning. Að því er tekur til vanrækslu á framtali skv. 2. máls- lið, verður niðurstaðan hin sama. Hér er ekki eiginlegt athafnaleysis- brot (samhverft athafnaleysisbrot) á ferðinni, heldur athafnaleysi, sem lagt verður að jöfnu við beina athöfn. Nær sök gjaldanda til þess að koma fram hagstæðari álagningu en vera ber á grundvelli áætlunar. I sænsku skattarefsilögunum (skattestraffeloven, 1. gr.) er gerð krafa til þess, að röng skýrslugjöf sé til þess fallin að blekkja skatta- yfirvöld, og jafnframt er refsinæmi brotsins bundið við yfirlýsingu gefna í ákveðnu formi, þ. e. undirrituðu framtali.33) Verður að telja, að röng skýrsla í óundirrituðu framtali geti varðað refsingu skv. 48. gr. íslenzku laganna, enda eru þar engar formkröfur gerðar, sbr. hins vegar 35. gr.34) Skilyrði þess efnis, að skýrsla sé til þess fallin að blekkja, virðist raunar fela í sér litla takmörkun, þar sem rangar upplýsingar eru almennt til þess fallnar að blekkja. Sænska ákvæðið er skilið þannig, að hætta á tjóni er metin hlutrænt. Ef skattstjóri með almenna lagaþekkingu og reynslu hefði átt að sjá við göllunum, er háttsemin ekki talin refsiverð. Reglan getur þá leitt til mismun- andi niðurstöðu, ef skattþegn gefur sama skattyfirvaldi sömu röngu upplýsingarnar oftar en einu sinni, enda þótt skattayfirvöld hafi ekki tekið tillit til þeirra við álagningu. Má þá refsa fyrir skýrslu- gjafir fram að þeim tíma, er upp kemst um gallana, en ekki fyrir síðari skýrslugjafir.35) Þótt hættuatriðið sé ekki efnisþáttur í 1. mgr. 48. gr., er álitamál, hvort röng skýrsla varði refsingu, hversu aug- ljósir sem gallarnir eru. Slík skýrsla þarf ekki að vera villandi, þótt röng sé. Ekki er nein ástæða til að láta skattþegn njóta góðs af því, þótt skattstjóri hafi í höndum gögn, t. d. frá vinnuveitanda, er leiða í ljós ágalla á framtali skattþegns. Sama er að segja um þær kring- umstæður, þegar skattþegn er undir sérstakri smásjá skattayfirvalda, þannig að skýrslur hans eru teknar til gaumgæfilegrar athugunar. Hér kemur refsileysi ekki til greina.30) F. Hefur það áhrif á refsinæmi rangrar skýrslu, ef á móti hinni und- andregnu skattfjárhæð kemur sparnaður, sem skattþegn hefði getað notið á löglegan hátt? Hér getur verið um nokkur tilvik að ræða, sem vandasamt er að leysa úr37): 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.