Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Qupperneq 55

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Qupperneq 55
þeir þá ýmist viðriðnir brot sjálfir eða hafa sýnt saknæman skort á aðgæzlu og eftirliti með starfsmönnum og rekstri fyrirtækis. Hér er ábyrgðin persónuleg og byggð á saknæmisgrundvelli. Þar fyrir utan er svo að sjá sem íslenzkir dómstólar hafi talið heimilt án sérstakrar lagastoðar að refsa stjórnendum fyrir verk starfsmanna algjörlega á hlutrænum grundvelli. I Hrd. XV bls. 200 segir svo: „Kærði er sam- eigandi og umráðamaður verzlunar þeirrar, þar sem drýgð voru brot þau, sem lýst er í dómi undirréttar. Verður því að telja hann ábyrgan fyrir sekt, sem til hefur verið unnið í verzlunarrekstrinum samkvæmt lagaboðum þeim, er greinir í héraðsdómi, og álízt sektin þar hæfilega ákveðin. Hins vegar þykir ekki eiga að dæma kærða til refsivistar til vara, ef sektin greiðist ekki, þar sem ekki er upp komið, að bro^jn hafi verið drýgð með vitund hans eða vilja eða vegna sak- næms skorts á aðgæzlu af hans hendi.“ f Hrd. XVIII, bls. 304, var ákærði B. talinn og kom fram sem eigandi verzlunarinnar Astor, þótt ákærði G. væri hinn raunverulegi eigandi hennar. Varð ákærði B. því ásamt honum að bera ábyrgð á brotum þeim á bókhaldslöggjöfinni, er þar voru framin. Refsiábyrgð sú, er hér um ræðir, er nokkuð sérstaks eðlis, m. a. er ekki dæmd vararefsing, og ýmis lagarök kunna að styðja slíka ábyrgðarreglu. Vafasamt er þó, hversu víðtækar ályktanir má draga af þessum dómum, einkum hinum síðari. Verður að telja hæpið skv. íslenzkum rétti, að slík ábyrgð verði á lögð án skýlausrar heim- ildar í settum lögum. Þar sem gáleysiskröfur eru þrengdar svo sem í 1. mgr. 48. gr. verður slíkri hlutrænni ábyrgð enn síður við komið. Loks er sú spurning, hvort refsiábyrgð megi leggja á ópersónu- lega aðila. Þar verður vafalaust að krefjast lagaheimildar. 1 lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur er heimild til að dæma slíka aðila til sektargreiðslu, sbr. 65. gr. og 70. gr. og Dóma Félags- dóms IV, bls. 15. I dönskum og norskum rétti hefur verið talið fært að dæma félög og aðra ópersónulega aðila í sektir. f málum þessum er ákæru beint gegn framkvæmdastjóra, stj órnarformanni eða stjóm- armönnum öllum fyrir hönd félagsins. Ábyrgðarform þetta mun ekki viðurkennt í íslenzkum rétti umfram það, sem getið var, sbr. Hrd. IV, bls. 320 (Valdstjómin gegn Bæjarstjórn fsafjarðar). í nýlegu máli, er dæmt var í sakadómi Reykjavíkur 14. desember 1971, var m. a. gerð refsikrafa á hendur stjórn hlutafélags fyrir hönd félagsins. Um þá kröfu farast dóminum svo orð: „Samkvæmt undirstöðureglum refsi- réttarins verður refsing aðeins lögð á menn, en ekki á ópersónulega aðila, eins og t. d. félög. Undantekningar, sem koma kunna fyrir frá þessari meginreglu, verða að byggjast á skýrri og ótvíræðri lagareglu, 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.